Innlent

Hjón greiða 70 milljónir og sæta 12 mánaða fangelsi

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Farið var fram á að þau greiddu þrotabúi fyrirtækisins 70 miljónir króna.
Farið var fram á að þau greiddu þrotabúi fyrirtækisins 70 miljónir króna.
Hjón á sextugsaldri voru í dag sakfelld í Héraðdómi Reykjavíkur fyrir umboðssvik og fjárdrátt.

Sérstakur saksóknari ákærði þau fyrir að hafa sem stjórnarmenn og prófkúruhafar í byggingarfyrirtæki dregið að sér rúmlega 70 milljónir króna af fjármunum fyrirtækisins í sameiningu.

Fjárhæðina leystu þau út með sölu á eignarhluta fyrirtækisins í einkahlutafélagi en með peningunum greiddu þau persónulega skuld ákærða upp á rúmar 20 milljónir króna og fjárfestu í íbúðarhúsnæði í Garðabæ fyrir liðlega 50 milljónir króna.

Brot þeirra áttu sér stað í ágúst og september árið 2007.

Voru þau dæmd til 12 mánaða fangelsisvistar og til að greiða þrotabúi byggingafyrirtækisins fyrrgreindar 70 milljónir króna með áföllnum vöxtum.

Dóminn í heild sinni má lesa hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×