Innlent

Unnu ljósmyndakeppni Alþjóðatollasamvinnuráðsins

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hér má sjá sigurmyndina.
Hér má sjá sigurmyndina.
Embætti Tollstjóra bar sigur úr býtum í nýafstaðinni ljósmyndakeppni Alþjóðatollasamvinnuráðsins (WCO) og tók Snorri Olsen tollstjóri á móti verðlaunagrip keppninnar um nýliðna a helgi.

Alls eru 179 lönd aðilar að WCO og tóku 38 þeirra þátt í keppninni að þessu sinni. Myndefni hverju sinni skal sýna tiltekin störf tollgæslunnar og í ár var það „Samskipti fyrr og nú."

Ljósmyndakeppnin er haldin árlega í tengslum við ráðstefnu þar sem fulltrúar allra landa innan vébanda WCO koma saman. Þetta er í þriðja skipti sem embætti Tollstjóra sendir mynd í keppnina.

 

Snorri Olsen Tollstjóri tekur við verðlaunagrip úr hendi Kunio Mikuriya aðalritara WCO.
Eftirfarandi texti fylgdi myndinni í samkeppninni:

Fimmtíu ár af breytingum

Fyrir 50 árum eða svo var aðgangur tollvarðar að upplýsingum að verulegu leiti bundinn við skrifstofuna. Á skrifstofunni voru til staðar handbækur og skrár, allt var skráð á pappír. Viðskiptavinir komu við á skrifstofunni til að afhenda eða sækja pappíra. Önnur samskipti fóru fram í gegnum síma eða talstöðvar.


Í dag er þetta breytt flestar upplýsingar eru vistaðar rafrænt og með nýjustu tækni er mögulegt að veita öruggan aðgang að þeim hvar og hvenær sem er. Eftir sem áður notast tollverðir í störfum sínum við ýmislegt sem ekki getur talist til hátæknibúnaðar eins og til dæmis hunda.

Ljósmyndir allra þátttökulandanna




Fleiri fréttir

Sjá meira


×