„Hefði getað farið svo miklu verr“ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 1. júlí 2014 15:30 Elldtungurnar teygðu sig í höfuðstöðvar fyrirtækisins. „Ég fékk símtal þrjár mínútur yfir fjögur á laugardagsnótt frá leigubílstjóra sem ég þekki til og hann sagðist hafa heyrt í talstöðinni að höfuðstöðvar fyrirtækisins væru alelda,“ segir Sævar Baldursson, eigandi Hópferða Sævars Baldurssonar. Þegar hann kom að höfuðstöðvum fyrirtækisins kom þó í ljós að eldurinn hafði ekki enn borist í húsið, heldur stóð ein af rútum fyrirtækisins í ljósum logum fyrir utan. „Eldtungurnar voru byrjaðar að svíða þakkantinn og einn vegginn, en eldurinn læsti sig ekki í húsinu,“ útskýrir Sævar og segir það hafa verið ákveðinn létti. „Já, eins skelfilegt og það er að missa bílinn þá verður að viðurkennast að þetta hefði getað farið svo miklu verr. Rútur fyrirtækisins stóðu þarna hjá en sem betur fer sluppu þær.“ Víkurfréttir greindu fyrst frá málinu. Sævar segir að enn sé verið að rannsaka hvernig kviknaði í rútunni. „Og á meðan málið er til rannsóknar veit maður ekkert með vissu, þannig að það er best að tjá sig ekkert um það.“Rútan er gjörónýt.Fjárhagslegt tjón Sævar gerði út tíu rútur og segir mikið hafa verið að gera allan ársins hring. „En núna eru rúturnar orðnar níu. Þetta kemur auðvitað á slæmum tíma, því sumarið er álagstími í ferðaþjónustunni. Við höfum þurft að hagræða aðeins hjá okkur bókunum og fleiru og það er útséð að við þurfum að fela einhverjum öðrum sum af þeim verkefnum sem við höfðum tekið að okkur.“ Þrátt fyrir að tapa einni af tíu rútum fyrirtækisins er Sævar sáttur að ekki fór verr. „Við höfum unnið hörðum höndum undanfarin tvö ár við að byggja fyrirtækið upp og eignast þetta hús. Þetta er hjarta starfseminnar okkar og það hefði verið alveg skelfilegt að horfa á eftir því.“ Sævar þakkar Slökkviliði Reykjanesbæjar fyrir skjót viðbrögð. „Já, þeir eru flottir strákarnir. Maður er þeim afar þakklátur. Þeir unnu sitt verk vel.“ Að sögn hans hafa margir boðist til að aðstoða fyrirtækið, meira að segja samkeppnisaðilar. „Ég er búinn að fá fjölda símtala frá fólki sem reiðubúið að hjálpa til, meira að segja samkeppnisaðilar hafa boðist til að aðstoða mig mig með rútumál og annað. Ég er þakklátur fyrir það,“ segir hann að lokum.Hér má sjá reykinn sem kom frá brennandi rútunni. Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Sjá meira
„Ég fékk símtal þrjár mínútur yfir fjögur á laugardagsnótt frá leigubílstjóra sem ég þekki til og hann sagðist hafa heyrt í talstöðinni að höfuðstöðvar fyrirtækisins væru alelda,“ segir Sævar Baldursson, eigandi Hópferða Sævars Baldurssonar. Þegar hann kom að höfuðstöðvum fyrirtækisins kom þó í ljós að eldurinn hafði ekki enn borist í húsið, heldur stóð ein af rútum fyrirtækisins í ljósum logum fyrir utan. „Eldtungurnar voru byrjaðar að svíða þakkantinn og einn vegginn, en eldurinn læsti sig ekki í húsinu,“ útskýrir Sævar og segir það hafa verið ákveðinn létti. „Já, eins skelfilegt og það er að missa bílinn þá verður að viðurkennast að þetta hefði getað farið svo miklu verr. Rútur fyrirtækisins stóðu þarna hjá en sem betur fer sluppu þær.“ Víkurfréttir greindu fyrst frá málinu. Sævar segir að enn sé verið að rannsaka hvernig kviknaði í rútunni. „Og á meðan málið er til rannsóknar veit maður ekkert með vissu, þannig að það er best að tjá sig ekkert um það.“Rútan er gjörónýt.Fjárhagslegt tjón Sævar gerði út tíu rútur og segir mikið hafa verið að gera allan ársins hring. „En núna eru rúturnar orðnar níu. Þetta kemur auðvitað á slæmum tíma, því sumarið er álagstími í ferðaþjónustunni. Við höfum þurft að hagræða aðeins hjá okkur bókunum og fleiru og það er útséð að við þurfum að fela einhverjum öðrum sum af þeim verkefnum sem við höfðum tekið að okkur.“ Þrátt fyrir að tapa einni af tíu rútum fyrirtækisins er Sævar sáttur að ekki fór verr. „Við höfum unnið hörðum höndum undanfarin tvö ár við að byggja fyrirtækið upp og eignast þetta hús. Þetta er hjarta starfseminnar okkar og það hefði verið alveg skelfilegt að horfa á eftir því.“ Sævar þakkar Slökkviliði Reykjanesbæjar fyrir skjót viðbrögð. „Já, þeir eru flottir strákarnir. Maður er þeim afar þakklátur. Þeir unnu sitt verk vel.“ Að sögn hans hafa margir boðist til að aðstoða fyrirtækið, meira að segja samkeppnisaðilar. „Ég er búinn að fá fjölda símtala frá fólki sem reiðubúið að hjálpa til, meira að segja samkeppnisaðilar hafa boðist til að aðstoða mig mig með rútumál og annað. Ég er þakklátur fyrir það,“ segir hann að lokum.Hér má sjá reykinn sem kom frá brennandi rútunni.
Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Sjá meira