„Hefði getað farið svo miklu verr“ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 1. júlí 2014 15:30 Elldtungurnar teygðu sig í höfuðstöðvar fyrirtækisins. „Ég fékk símtal þrjár mínútur yfir fjögur á laugardagsnótt frá leigubílstjóra sem ég þekki til og hann sagðist hafa heyrt í talstöðinni að höfuðstöðvar fyrirtækisins væru alelda,“ segir Sævar Baldursson, eigandi Hópferða Sævars Baldurssonar. Þegar hann kom að höfuðstöðvum fyrirtækisins kom þó í ljós að eldurinn hafði ekki enn borist í húsið, heldur stóð ein af rútum fyrirtækisins í ljósum logum fyrir utan. „Eldtungurnar voru byrjaðar að svíða þakkantinn og einn vegginn, en eldurinn læsti sig ekki í húsinu,“ útskýrir Sævar og segir það hafa verið ákveðinn létti. „Já, eins skelfilegt og það er að missa bílinn þá verður að viðurkennast að þetta hefði getað farið svo miklu verr. Rútur fyrirtækisins stóðu þarna hjá en sem betur fer sluppu þær.“ Víkurfréttir greindu fyrst frá málinu. Sævar segir að enn sé verið að rannsaka hvernig kviknaði í rútunni. „Og á meðan málið er til rannsóknar veit maður ekkert með vissu, þannig að það er best að tjá sig ekkert um það.“Rútan er gjörónýt.Fjárhagslegt tjón Sævar gerði út tíu rútur og segir mikið hafa verið að gera allan ársins hring. „En núna eru rúturnar orðnar níu. Þetta kemur auðvitað á slæmum tíma, því sumarið er álagstími í ferðaþjónustunni. Við höfum þurft að hagræða aðeins hjá okkur bókunum og fleiru og það er útséð að við þurfum að fela einhverjum öðrum sum af þeim verkefnum sem við höfðum tekið að okkur.“ Þrátt fyrir að tapa einni af tíu rútum fyrirtækisins er Sævar sáttur að ekki fór verr. „Við höfum unnið hörðum höndum undanfarin tvö ár við að byggja fyrirtækið upp og eignast þetta hús. Þetta er hjarta starfseminnar okkar og það hefði verið alveg skelfilegt að horfa á eftir því.“ Sævar þakkar Slökkviliði Reykjanesbæjar fyrir skjót viðbrögð. „Já, þeir eru flottir strákarnir. Maður er þeim afar þakklátur. Þeir unnu sitt verk vel.“ Að sögn hans hafa margir boðist til að aðstoða fyrirtækið, meira að segja samkeppnisaðilar. „Ég er búinn að fá fjölda símtala frá fólki sem reiðubúið að hjálpa til, meira að segja samkeppnisaðilar hafa boðist til að aðstoða mig mig með rútumál og annað. Ég er þakklátur fyrir það,“ segir hann að lokum.Hér má sjá reykinn sem kom frá brennandi rútunni. Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Fleiri fréttir Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Sjá meira
„Ég fékk símtal þrjár mínútur yfir fjögur á laugardagsnótt frá leigubílstjóra sem ég þekki til og hann sagðist hafa heyrt í talstöðinni að höfuðstöðvar fyrirtækisins væru alelda,“ segir Sævar Baldursson, eigandi Hópferða Sævars Baldurssonar. Þegar hann kom að höfuðstöðvum fyrirtækisins kom þó í ljós að eldurinn hafði ekki enn borist í húsið, heldur stóð ein af rútum fyrirtækisins í ljósum logum fyrir utan. „Eldtungurnar voru byrjaðar að svíða þakkantinn og einn vegginn, en eldurinn læsti sig ekki í húsinu,“ útskýrir Sævar og segir það hafa verið ákveðinn létti. „Já, eins skelfilegt og það er að missa bílinn þá verður að viðurkennast að þetta hefði getað farið svo miklu verr. Rútur fyrirtækisins stóðu þarna hjá en sem betur fer sluppu þær.“ Víkurfréttir greindu fyrst frá málinu. Sævar segir að enn sé verið að rannsaka hvernig kviknaði í rútunni. „Og á meðan málið er til rannsóknar veit maður ekkert með vissu, þannig að það er best að tjá sig ekkert um það.“Rútan er gjörónýt.Fjárhagslegt tjón Sævar gerði út tíu rútur og segir mikið hafa verið að gera allan ársins hring. „En núna eru rúturnar orðnar níu. Þetta kemur auðvitað á slæmum tíma, því sumarið er álagstími í ferðaþjónustunni. Við höfum þurft að hagræða aðeins hjá okkur bókunum og fleiru og það er útséð að við þurfum að fela einhverjum öðrum sum af þeim verkefnum sem við höfðum tekið að okkur.“ Þrátt fyrir að tapa einni af tíu rútum fyrirtækisins er Sævar sáttur að ekki fór verr. „Við höfum unnið hörðum höndum undanfarin tvö ár við að byggja fyrirtækið upp og eignast þetta hús. Þetta er hjarta starfseminnar okkar og það hefði verið alveg skelfilegt að horfa á eftir því.“ Sævar þakkar Slökkviliði Reykjanesbæjar fyrir skjót viðbrögð. „Já, þeir eru flottir strákarnir. Maður er þeim afar þakklátur. Þeir unnu sitt verk vel.“ Að sögn hans hafa margir boðist til að aðstoða fyrirtækið, meira að segja samkeppnisaðilar. „Ég er búinn að fá fjölda símtala frá fólki sem reiðubúið að hjálpa til, meira að segja samkeppnisaðilar hafa boðist til að aðstoða mig mig með rútumál og annað. Ég er þakklátur fyrir það,“ segir hann að lokum.Hér má sjá reykinn sem kom frá brennandi rútunni.
Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Fleiri fréttir Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Sjá meira