Innlent

Ferðamenn ættu að hafa varann á

Stefán Ó. Jónsson skrifar

Óveður skall á landinu í gær. Úrhelli er spáð í flestum landshlutum og Veðurstofa ísland hefur gefið út viðvörun vegna vatnavár víðsvegar um landið.

Sérfræðingar hjá Veðurstofunni hafa sagt að útlit sé fyrir að vatnavextir verði með því mesta sem sést hefur á þessum tíma árs og leiita þarf langt aftur til að finna dæmi að tíðafar sem þetta í byrjun júní.

Djúp lægð kom að landinu í gær með úrhellisrigningu og roki. Vindstyrkur mun koma til með að aukast á næstunni og spár gera ráð fyrir því að afrennsli aukist verulega í ám á suðvesturlandi og með suðurströndinni.

Ferðafólk er eindregið varað við því að fara yfir vöð og ár á þessum svæðum. Bílstjórar með vagna eða kerrur ættu einnig að vera vakandi fyrir sterkum hliðarvindum.

Leit er að góðu veðri þessa dagana, einna helst er það að finna á norðausturlandi. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.