Innlent

Draga jákvæðan lærdóm af atviki á Lummudögum

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Pjetur
Aðstandendur Lummudaga og félagsforingi Skátafélagsins Eilífsbúa á Sauðárkróki hafa hist og rætt um atvik sem átti sér stað á bæjarhátíðinni. Hafa þeir sammælst um að draga jákvæðan lærdóm af því sem betur hefði mátt fara.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá aðstandendum Lummudaga, sem birtist á vefnum Feykir.is. Þar eru Lummudagar sagðir hafa farið vel fram og að framkvæmd hátíðarinnar hafi gengið nær snurðulaust fyrir sig.

Tilefni tilkynningarinnar er atvik sem átti sér stað á Sauðárkróki um helgina og hefur vakið mikla athygli. Skátafélagið hafði sett upp sölubás á hátíðarsvæðinu þar sem seldar voru blöðrur. Þeim var þó gert að færa sig tvívegis eftir kvartanir frá forráðamönnum Partýkerrunnar.

Skátarnir höfðu fengið leyfi til að vera með blöðrusöluna á lóð veitingastaðarins Hard Wok frá eigenda lóðarinnar, en ekki leyfi frá aðstandendum hátíðarinnar.

Lesa má nánar um málið hér á Vísi.


Tengdar fréttir

Fjáröflunin fór fyrir lítið

Mikill kurr er í íbúum Skagafjarðar vegna samskipta skátafélagsins Eilífsbúa við rekstraraðila Partýkerrunnar á bæjarhátíðinni Lummudögum sem fram fóru um helgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×