Innlent

Skelfingu lostnir ferðamenn

Gissur Sigurðsson skrifar
Hálendisvaktin kom hræddum ferðamönnum til hjálpar í gær.
Hálendisvaktin kom hræddum ferðamönnum til hjálpar í gær. Landsbjörg
Björgunarsveitarmenn úr hálendisvakt Landsbjargar komu erlendum ferðamönnum til aðstoðar við Langasjó í nótt. Ferðamennirnir voru þó ekki lentir  í alvarlegum vandræðum, en voru skelfingu lostnir vegna veðursins og allra kringumstæðna.

Klukkan þrjú í nótt var rigning um allt land, mest á Suðausturlandi. Mjög mikið rennsli mælist nú í flest öllum ám, þar sem Veðurstofan hefur verið að straummæla og undir kvöld í gær varaði Veðurstofan við vatnavöxtum í ám á Snæfellsnesi, vestur- og suður af Langjökli, kringum Eyjafjalla- og Mýrdalsjökla og við sunnanverðan Vatnajökul. Ekki hafa þó borist fregnir af vandræðum á þessum slóðum, en margir ferðamenn virðast hafa haldið kyrru fyrir í gær vegna slæmrar veðurspár.

Þá er líka afleitt sjóveður og er nú stormur á 13 af 17 spásvæðum umhverfis landið og fá skip á sjó.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×