Innlent

Eldur í íbúð í Jörfabakka

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Frá vettvangi í dag.
Frá vettvangi í dag. Vísir/Stefán
Allt tiltækt lið slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var kallað út upp úr klukkan tíu vegna elds í íbúð við Jörfabakka 24 í Breiðholti í Reykjavík.

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu kom eldurinn upp í íbúð á þriðju hæð hússins. Slökkviliðsmenn úr Skógarhlíðinni, af Tunguhálsi og Hafnarfirðinum mættu á staðinn og voru fljótir að ráða niðurlögum eldsins.

Hefur slökkviliðssveitin úr Hafnarfirði snúið þangað aftur en hinar tvær stöðvarnar vinna að málum.

Uppfært kl. 11:05:

Eigandi íbúðarinnar fór inn í hana eftir að eldurinn kviknaði í von um að bjarga hlutum þaðan. Var hann fluttur á slysadeild vegna hugsanlegrar reykeitrunar. Eldurinn kviknaði út frá potti á eldavél. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×