Innlent

Þrumuveður í Eyjafirði

Randver Kári Randversson skrifar
Vísir/AFP
Mikil rigning og þrumuveður er nú í Eyjafirði og hafa íbúar á Akureyri séð eldingar og heyrt þrumur frá því um klukkan 12. 

Veðurstofan vill beina þeim tilmælum til fólks að við þessar aðstæður er ekki óhætt að vera í sundlaugum eða heitum pottum og ekki skal vaða í ám. Forðast skal að standa undir trjám og fólk á ekki að vera inni í hellum. Öruggast er að halda sig innandyra eða í inn í bíl.

Að sögn veðurfræðings á veðurstofu Íslands er hér um óstöðugt loft að ræða sem fylgir lægðinni sem nú gengur yfir landið. Búast má við áframhaldandi þrumuveðri á Norðurlandi fram eftir degi, þar sem hugsanlegt er að veðri færi sig í vesturátt eftir hádegi og gæti þá náð yfir Tröllaskaga.

Náðirðu ljósmynd eða myndbandi af veðrinu fyrir norðan? Endilega sendu okkur á ritstjorn@visir.is.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×