Innlent

Allt tiltækt slökkvilið sent að húsnæði Matís

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Frá vettvangi við Vínlandsleið í dag.
Frá vettvangi við Vínlandsleið í dag. Vísir/Daníel
Allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu hefur verið kallað út í húsnæði Matís á Vínlandsleið í Grafarholti vegna mikils reyks.

Starfsmaður Matís sem ræddi við Vísi staðfesti að brunakerfi hefði farið í gang og starfsfólk yfirgefið bygginguna í kjölfarið.

Reykurinn virtist koma úr kjallaranum og voru reykkafarar sendir inn til rannsóknar. Reykræsting stendur yfir.

Uppfært klukkan 16:15:

Slökkvistarfi er lokið. Talið er að mótor í pressu í kjallara hafi brunnið yfir sem hafi orsakað reykinn úr kjallara húsnæðisins. Starfsfólk Matís hefur snúið aftur til vinnu.

Frá vettvangi.Vísir/Daníel
Frá vettvangi í dag.Vísir/Daníel
Frá vettvangi í dag.Vísir/Daníel



Fleiri fréttir

Sjá meira


×