Reiknar ekki með að endurskoða ákvörðun sína Hjörtur Hjartarson skrifar 2. júlí 2014 19:30 Sjávarútvegsráðherra reiknar ekki með að endurskoða ákvörðun sína um að flytja Fiskistofu til Akureyrar þó að í ljós komi að ókostirnir við flutninginn séu fleiri en kostirnir. Hann segir að um sé að ræða stefnumarkandi ákvörðun og í kjölfarið verði hafist handa við að útfæra hana með sem bestum hætti. Ákvörðun sjávarútvegsráðherra hefur mætt töluverðri gagnrýni, meðal annars frá stjórnarliðum og ekki síst hjá starfsmönnum fiskistofu. Ákvörðunin er sögð illa ígrunduð og kostir flutninganna óljósir. Ráðherrann segir hinsvegar að undirbúningur hafi staðið yfir frá því að ríkisstjórnin tók við völdum í fyrra. „Miðað við vinnusóknasvæði Eyjafjarðarsvæðisins og Fiskistofu komust við að því að það væri sú stofnun sem kæmi helst til greina og væri skynsamlegur kostur,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegsráðherra. En hvaða gögn styðja þessa ákvörðun að réttmætt sé að flytja Fiskistofu norður? „Það eru auðvitað fjölmörg gögn sem hafa sýnt fram á flutning starfa frá landsbyggðinni til höfuðborgarsvæðisins og margar skýrslur sem hafa verið skrifaðar um það.“Engin skýrsla var hinsvegar gerð sem útlistar það með hvaða hætti ætti að flytja fiskistofu norður til Akureyrar. Engin kostnaðaráætlun liggur fyrir né hvaða áhrif flutningurinn kemur til með að hafa á stofnunina, til lengri eða skemmri tíma. Spurningin er því sú hvort réttlætanlegt sé að taka svona ákvörðun áður en fyrrnefnd atriði liggja fyrir? „Þó það sé ekki til sérstök skýrsla um flutning Fiskistofu til Akureyrar þá þekkjum við allar þessar upplýsingar, við þekkjum kostina og gallana. Núna er þetta ferli að fara fram í samstarfi við starfsfólk og forstjóra Fiskistofu og ráðuneytisins með hvaða hætti þetta getur farið fram með hvað skynsamlegastum og bestum hætti fyrir alla, bæði fyrir starfsemina, stofnunina og starfsmennina,“ segir Sigurður. En ef í ljós kemur að ókostirnir við að flytja Fiskistofu til Akureyrar eru fleiri en kostirnir, mun sjávarútvegsráðherra þá hætta við flutninginn? „Ég reikna ekki með því. Þetta er stefnumarkandi ákvörðun um þessi áform og við erum fyrst og fremst að fara yfir það í verkefnisstjórnuninni með hvaða hætti það gert með sem bestum og skynsamlegustum hætti.“ „Þannig að jafnvel þó að ókostirnir séu fleiri en kostirnir þá verður ekki hætt við?“ „Ég á ekki von á því að ókostirnir verði fleiri en kostirnir.“ Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Fleiri fréttir Oscar einn af fimmtíu sem fær íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Sjá meira
Sjávarútvegsráðherra reiknar ekki með að endurskoða ákvörðun sína um að flytja Fiskistofu til Akureyrar þó að í ljós komi að ókostirnir við flutninginn séu fleiri en kostirnir. Hann segir að um sé að ræða stefnumarkandi ákvörðun og í kjölfarið verði hafist handa við að útfæra hana með sem bestum hætti. Ákvörðun sjávarútvegsráðherra hefur mætt töluverðri gagnrýni, meðal annars frá stjórnarliðum og ekki síst hjá starfsmönnum fiskistofu. Ákvörðunin er sögð illa ígrunduð og kostir flutninganna óljósir. Ráðherrann segir hinsvegar að undirbúningur hafi staðið yfir frá því að ríkisstjórnin tók við völdum í fyrra. „Miðað við vinnusóknasvæði Eyjafjarðarsvæðisins og Fiskistofu komust við að því að það væri sú stofnun sem kæmi helst til greina og væri skynsamlegur kostur,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegsráðherra. En hvaða gögn styðja þessa ákvörðun að réttmætt sé að flytja Fiskistofu norður? „Það eru auðvitað fjölmörg gögn sem hafa sýnt fram á flutning starfa frá landsbyggðinni til höfuðborgarsvæðisins og margar skýrslur sem hafa verið skrifaðar um það.“Engin skýrsla var hinsvegar gerð sem útlistar það með hvaða hætti ætti að flytja fiskistofu norður til Akureyrar. Engin kostnaðaráætlun liggur fyrir né hvaða áhrif flutningurinn kemur til með að hafa á stofnunina, til lengri eða skemmri tíma. Spurningin er því sú hvort réttlætanlegt sé að taka svona ákvörðun áður en fyrrnefnd atriði liggja fyrir? „Þó það sé ekki til sérstök skýrsla um flutning Fiskistofu til Akureyrar þá þekkjum við allar þessar upplýsingar, við þekkjum kostina og gallana. Núna er þetta ferli að fara fram í samstarfi við starfsfólk og forstjóra Fiskistofu og ráðuneytisins með hvaða hætti þetta getur farið fram með hvað skynsamlegastum og bestum hætti fyrir alla, bæði fyrir starfsemina, stofnunina og starfsmennina,“ segir Sigurður. En ef í ljós kemur að ókostirnir við að flytja Fiskistofu til Akureyrar eru fleiri en kostirnir, mun sjávarútvegsráðherra þá hætta við flutninginn? „Ég reikna ekki með því. Þetta er stefnumarkandi ákvörðun um þessi áform og við erum fyrst og fremst að fara yfir það í verkefnisstjórnuninni með hvaða hætti það gert með sem bestum og skynsamlegustum hætti.“ „Þannig að jafnvel þó að ókostirnir séu fleiri en kostirnir þá verður ekki hætt við?“ „Ég á ekki von á því að ókostirnir verði fleiri en kostirnir.“
Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Fleiri fréttir Oscar einn af fimmtíu sem fær íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Sjá meira