Reiknar ekki með að endurskoða ákvörðun sína Hjörtur Hjartarson skrifar 2. júlí 2014 19:30 Sjávarútvegsráðherra reiknar ekki með að endurskoða ákvörðun sína um að flytja Fiskistofu til Akureyrar þó að í ljós komi að ókostirnir við flutninginn séu fleiri en kostirnir. Hann segir að um sé að ræða stefnumarkandi ákvörðun og í kjölfarið verði hafist handa við að útfæra hana með sem bestum hætti. Ákvörðun sjávarútvegsráðherra hefur mætt töluverðri gagnrýni, meðal annars frá stjórnarliðum og ekki síst hjá starfsmönnum fiskistofu. Ákvörðunin er sögð illa ígrunduð og kostir flutninganna óljósir. Ráðherrann segir hinsvegar að undirbúningur hafi staðið yfir frá því að ríkisstjórnin tók við völdum í fyrra. „Miðað við vinnusóknasvæði Eyjafjarðarsvæðisins og Fiskistofu komust við að því að það væri sú stofnun sem kæmi helst til greina og væri skynsamlegur kostur,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegsráðherra. En hvaða gögn styðja þessa ákvörðun að réttmætt sé að flytja Fiskistofu norður? „Það eru auðvitað fjölmörg gögn sem hafa sýnt fram á flutning starfa frá landsbyggðinni til höfuðborgarsvæðisins og margar skýrslur sem hafa verið skrifaðar um það.“Engin skýrsla var hinsvegar gerð sem útlistar það með hvaða hætti ætti að flytja fiskistofu norður til Akureyrar. Engin kostnaðaráætlun liggur fyrir né hvaða áhrif flutningurinn kemur til með að hafa á stofnunina, til lengri eða skemmri tíma. Spurningin er því sú hvort réttlætanlegt sé að taka svona ákvörðun áður en fyrrnefnd atriði liggja fyrir? „Þó það sé ekki til sérstök skýrsla um flutning Fiskistofu til Akureyrar þá þekkjum við allar þessar upplýsingar, við þekkjum kostina og gallana. Núna er þetta ferli að fara fram í samstarfi við starfsfólk og forstjóra Fiskistofu og ráðuneytisins með hvaða hætti þetta getur farið fram með hvað skynsamlegastum og bestum hætti fyrir alla, bæði fyrir starfsemina, stofnunina og starfsmennina,“ segir Sigurður. En ef í ljós kemur að ókostirnir við að flytja Fiskistofu til Akureyrar eru fleiri en kostirnir, mun sjávarútvegsráðherra þá hætta við flutninginn? „Ég reikna ekki með því. Þetta er stefnumarkandi ákvörðun um þessi áform og við erum fyrst og fremst að fara yfir það í verkefnisstjórnuninni með hvaða hætti það gert með sem bestum og skynsamlegustum hætti.“ „Þannig að jafnvel þó að ókostirnir séu fleiri en kostirnir þá verður ekki hætt við?“ „Ég á ekki von á því að ókostirnir verði fleiri en kostirnir.“ Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sjá meira
Sjávarútvegsráðherra reiknar ekki með að endurskoða ákvörðun sína um að flytja Fiskistofu til Akureyrar þó að í ljós komi að ókostirnir við flutninginn séu fleiri en kostirnir. Hann segir að um sé að ræða stefnumarkandi ákvörðun og í kjölfarið verði hafist handa við að útfæra hana með sem bestum hætti. Ákvörðun sjávarútvegsráðherra hefur mætt töluverðri gagnrýni, meðal annars frá stjórnarliðum og ekki síst hjá starfsmönnum fiskistofu. Ákvörðunin er sögð illa ígrunduð og kostir flutninganna óljósir. Ráðherrann segir hinsvegar að undirbúningur hafi staðið yfir frá því að ríkisstjórnin tók við völdum í fyrra. „Miðað við vinnusóknasvæði Eyjafjarðarsvæðisins og Fiskistofu komust við að því að það væri sú stofnun sem kæmi helst til greina og væri skynsamlegur kostur,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegsráðherra. En hvaða gögn styðja þessa ákvörðun að réttmætt sé að flytja Fiskistofu norður? „Það eru auðvitað fjölmörg gögn sem hafa sýnt fram á flutning starfa frá landsbyggðinni til höfuðborgarsvæðisins og margar skýrslur sem hafa verið skrifaðar um það.“Engin skýrsla var hinsvegar gerð sem útlistar það með hvaða hætti ætti að flytja fiskistofu norður til Akureyrar. Engin kostnaðaráætlun liggur fyrir né hvaða áhrif flutningurinn kemur til með að hafa á stofnunina, til lengri eða skemmri tíma. Spurningin er því sú hvort réttlætanlegt sé að taka svona ákvörðun áður en fyrrnefnd atriði liggja fyrir? „Þó það sé ekki til sérstök skýrsla um flutning Fiskistofu til Akureyrar þá þekkjum við allar þessar upplýsingar, við þekkjum kostina og gallana. Núna er þetta ferli að fara fram í samstarfi við starfsfólk og forstjóra Fiskistofu og ráðuneytisins með hvaða hætti þetta getur farið fram með hvað skynsamlegastum og bestum hætti fyrir alla, bæði fyrir starfsemina, stofnunina og starfsmennina,“ segir Sigurður. En ef í ljós kemur að ókostirnir við að flytja Fiskistofu til Akureyrar eru fleiri en kostirnir, mun sjávarútvegsráðherra þá hætta við flutninginn? „Ég reikna ekki með því. Þetta er stefnumarkandi ákvörðun um þessi áform og við erum fyrst og fremst að fara yfir það í verkefnisstjórnuninni með hvaða hætti það gert með sem bestum og skynsamlegustum hætti.“ „Þannig að jafnvel þó að ókostirnir séu fleiri en kostirnir þá verður ekki hætt við?“ „Ég á ekki von á því að ókostirnir verði fleiri en kostirnir.“
Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sjá meira