Fótbolti

Scolari: Ef ykkur líkar þetta ekki megið þið fara til helvítis

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Scolari hefur fengið nóg.
Scolari hefur fengið nóg. Vísir/Getty
Luis Felipe Scolari, þjálfari brasilíska landsliðsins, hefur fengið nóg af gagnrýninni sem lið hans hefur fengið á meðan Heimsmeistaramótinu stendur. Telur hann að Brasilíumenn séu enn sigurstranglegasta liðið í mótinu og það á heimavelli.

Brasilía sem hefur unnið Heimsmeistarakeppnina fimm sinnum hefur unnið fjóra af fimm leikjum sínum á mótinu hingað til en leikstíll liðsins þykir of varnarsinnaður. Er það ólíkt fyrri liðum Brasilíu sem var með leikmenn á borð við Ronaldo, Rivaldo, Ronaldinho, Romario og Pele þar sem áhersla var lögð á sóknarleik.

„Eru strákarnir mínir ennþá sigurstranglegastir? Já. Við erum að fara á fimmta stigið í dag og það eru sjö stig í mótinu. Stefnan er enn sú sama, það búast allir við því að við munum vinna og við viljum vinna fyrir brasilísku þjóðina,“ sagði Scolari sem sendi nokkrum fjölmiðlamönnum pillu í lokin.

„Ef ykkur líkar þetta ekki megið þið fara til helvítis mín vegna,“ sagði Scolari ósáttur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×