Fótbolti

Luiz spenntur fyrir leiknum gegn Þýskalandi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Vísir/Getty
David Luiz, varnarmaður Brasilíu, var himinlifandi með sigurinn gegn Kólumbíu í 8-liða úrslitum HM í gærkvöldi.

Luiz skoraði magnað mark úr aukaspyrnu sem endaði með að vera sigurmark leiksins og var Luiz kampakátur í leikslok.

„Ég vil óska báðum liðum til hamingju með frábæran leik, Kólumbía voru frábærir á heimsmeistaramótinu og börðust allt til enda. Okkar lið spilaði frábæran fótbolta sem öllum líkaði vel við," sagði David Luiz.

Brasilía mætir Þýskalandi í undanúrslitum á þriðjudaginn og hlakkar Luiz til leiksins.

„Þetat verður annar frábær leikur gegn Þýskalandi. Ég vona að við verðum uppá okkar besta því þeir eru með frábært lið. Það verður annar fallegur leikur."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×