Fótbolti

Wilmots: Spilamennska Argentínumanna angaði af meðalmennsku

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Vísir/Getty
Spilamennska argentínska liðsins í leik Argentínu og Belgíu í 8-liða úrslitum Heimsmeistaramótsins olli Marc Wilmots, þjálfara belgíska liðsins vonbrigðum.

Gonzalo Higuain kom Argentínu yfir snemma í leiknum en Belgar náðu ekki að kreista fram jöfnunarmark. Wilmots varð fyrir vonbrigðum með leikaðferðir Argentínumanna að þeir reyndu að halda út í stöðunni 1-0,

„Ég var ekki hrifinn af leikstíl Argentínumanna, spilamennska þeirra angaði af meðalmennsku. Þeir reyndu að stöðva flæðið í leiknum með því að taka hálfa mínútu að taka hvert einasta innkast. Ef ég hefði látið strákana spila svona hefðu fjölmiðlarnir aflífað mig,“ sagði Wilmots.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×