Fótbolti

Fjölmiðlafulltrúi Brasilíu settur í bann

Anton Ingi Leifsson skrifar
Vísir/Getty
Rodrigo Paiva, fjölmiðlafulltrúi Brasilíu, hefur verið settur í bann frá þremur leikjum og sektaður í kringum 6 þúsund og 500 pund eftir vesen í leik Brasilíu gegn Chile í 16-liða úrslitum HM.

Mauricio Pinilla, framherji Chile, ásakar Paiva um að hafa kýlt hann í andlitið, en Paiva segir að hann hafi ekki kýlt hann heldur einungis hafa löðrungað hann.

Atvikið átti að hafa átt sér stað í hálfleik en Brasilía vann leikinn eftir vítaspyrnukeppni.

Paiva hefur nú þegar tekið út einn leik í bann af þessum þremur, en það var gegn Kólumbíu í fyrradag.

Brasilía mætir Þýskalandi í undanúrslitum og missir Paiva af þeim leik, sem og leiknum um þriðja sætið eða það fyrsta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×