Glæfraakstur á Landsmóti hestamanna: "Það lá við að þeir keyrðu yfir fólk“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. júlí 2014 21:00 Frá Landsmóti Hestamanna á Gaddstadaflötum við Hellu um liðna helgi. Vísir/Bjarni Þór Hættuástand skapaðist á Landsmóti hestamanna á Gaddstaðaflötum þegar keppendur mættu á stórum bílum með aftanívagna og virtu ekki umferðarreglur. Axel Ómarsson, framkvæmdastjóri mótsins, segir við Vísi að mjög snemma á mótinu, sem stóð yfir frá sunnudeginum 30. júní og lauk nú á sunnudaginn, hafi skapast mikil hætta. Allir gestir Landsmóts óku inn um aðalhlið til að komast inn á svæðið. Keppendur og aðstandendur þeirra óku svo í gegnum annað hlið til að koma hestakerrum sínum nær keppnissvæðinu. „Þar komu menn akandi á nokkurra tonna bíl og með annað eins aftan í. Óku langt yfir eðlilegum hraða, sinntu ekki stöðvunarskildu í aðgangshliðinu og voru nærri því að keyra yfir fólk,“ segir Axel. Um keppendur og/eða aðstandendur þeirra var að ræða. Gestir Landsmóts voru líklega í kringum eitt þúsund þegar þarna var komið við sögu Landsmóts. Áður en yfir lauk voru tíu þúsund gestir á mótinu sem náði hámarki um liðna helgi. Starfsmenn öryggisgæslu kvörtuðu yfir hegðun viðkomandi keppenda til mótsstjórnar mótsins sem brást skjótt við að sögn Axels. „Við tókum þetta föstum tökum,“ segir Axel. Lögreglan hafi verið fengin til að hraðamæla og öllum keppendum, sem óku inn á svæðið, hafi verið afhent viðvörun þess efnis að yrðu þeir uppvísir að óeðlilegu aksturslagi ættu þeir á hættu að missa keppnisrétt sinn á mótinu. Það hafi orðið til þess að bæta hegðun ökumanna. Axel bendir á að framkoma gesta á mótinu hafi upp til hópa verið til fyrirmyndar. Vissulega hafi þurft að vísa gestum af svæðinu sem ekki virtu umgengnisreglur en það verði ekki umflúið á jafnstórum samkomum og þessum. Fulltrúi lögreglu á Hvolsvelli tók undir orð framkvæmdastjórans um góða hegðun landsmótsgesta í samtali við Vísi á sunnudag. Axel segir mótsstjórnina hafa starfað vel með gæslu og lögreglu allan tímann. Var til að myndan athugað hvort ökumenn væru í ökuhæfi ástandi áður en þeir yfirgáfu Gaddstaðaflatir á sunnudeginum sem varð til þess að löng biðröð bíla myndaðist útaf keppnissvæðinu.Þessir gestir á mótinu höfðu það gott í brekkunni.Vísir/Bjarni ÞórÓttaðist um starfsfólk sitt Guðjón Ebbi Guðjónsson, umsjónarmaður gæslu á svæðinu fyrir hönd L&E ehf., segir að afhending viðvarana hafi verið væg aðgerð en tilefnið hafi verið ærið. „Aksturlagið var hættulegt fyrir starfsfólkið mitt, starfsfólk landsmóts og aðra gesti,“ segir Guðjón. Börn hafi verið á svæðinu þar sem dæmi voru um ofsaakstur. Þá hafi starfsfólk hans verið í hættu. Auk þess viðurkennir Guðjón Ebbi að upp hafi komið mál þar sem ekið hafi verið utan í starfsfólk mótsins þegar það skoðaði armbönd gesta er þeir keyrðu inn á svæðið. „Okkur Íslendingum liggur alltaf svo mikið á,“ segir Guðjón Ebbi. „Það sluppu allir við slys en það eru fleiri en eitt og tvö dæmi um að bílunum hafi nuddað utan í starfsmenn til að ryðjast áfram,“ segir hann. Ekki hafi endilega verið um viljaverk að ræða heldur hafi ákafinn verið of mikill. Lögregla hafi í kjölfarið sett upp hraðamerkingar á svæðinu en 15 km/klst var hámarkshraðinn. Eftir að keppendum hafi verið afhent viðvörun hafi hlutirnir gengið betur fyrir sig. „Þetta var stærsta málið sem við lentum í,“ segir Guðjón Ebbi ánægður með hvernig til tókst í liðinni viku. Hestar Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Sjá meira
Hættuástand skapaðist á Landsmóti hestamanna á Gaddstaðaflötum þegar keppendur mættu á stórum bílum með aftanívagna og virtu ekki umferðarreglur. Axel Ómarsson, framkvæmdastjóri mótsins, segir við Vísi að mjög snemma á mótinu, sem stóð yfir frá sunnudeginum 30. júní og lauk nú á sunnudaginn, hafi skapast mikil hætta. Allir gestir Landsmóts óku inn um aðalhlið til að komast inn á svæðið. Keppendur og aðstandendur þeirra óku svo í gegnum annað hlið til að koma hestakerrum sínum nær keppnissvæðinu. „Þar komu menn akandi á nokkurra tonna bíl og með annað eins aftan í. Óku langt yfir eðlilegum hraða, sinntu ekki stöðvunarskildu í aðgangshliðinu og voru nærri því að keyra yfir fólk,“ segir Axel. Um keppendur og/eða aðstandendur þeirra var að ræða. Gestir Landsmóts voru líklega í kringum eitt þúsund þegar þarna var komið við sögu Landsmóts. Áður en yfir lauk voru tíu þúsund gestir á mótinu sem náði hámarki um liðna helgi. Starfsmenn öryggisgæslu kvörtuðu yfir hegðun viðkomandi keppenda til mótsstjórnar mótsins sem brást skjótt við að sögn Axels. „Við tókum þetta föstum tökum,“ segir Axel. Lögreglan hafi verið fengin til að hraðamæla og öllum keppendum, sem óku inn á svæðið, hafi verið afhent viðvörun þess efnis að yrðu þeir uppvísir að óeðlilegu aksturslagi ættu þeir á hættu að missa keppnisrétt sinn á mótinu. Það hafi orðið til þess að bæta hegðun ökumanna. Axel bendir á að framkoma gesta á mótinu hafi upp til hópa verið til fyrirmyndar. Vissulega hafi þurft að vísa gestum af svæðinu sem ekki virtu umgengnisreglur en það verði ekki umflúið á jafnstórum samkomum og þessum. Fulltrúi lögreglu á Hvolsvelli tók undir orð framkvæmdastjórans um góða hegðun landsmótsgesta í samtali við Vísi á sunnudag. Axel segir mótsstjórnina hafa starfað vel með gæslu og lögreglu allan tímann. Var til að myndan athugað hvort ökumenn væru í ökuhæfi ástandi áður en þeir yfirgáfu Gaddstaðaflatir á sunnudeginum sem varð til þess að löng biðröð bíla myndaðist útaf keppnissvæðinu.Þessir gestir á mótinu höfðu það gott í brekkunni.Vísir/Bjarni ÞórÓttaðist um starfsfólk sitt Guðjón Ebbi Guðjónsson, umsjónarmaður gæslu á svæðinu fyrir hönd L&E ehf., segir að afhending viðvarana hafi verið væg aðgerð en tilefnið hafi verið ærið. „Aksturlagið var hættulegt fyrir starfsfólkið mitt, starfsfólk landsmóts og aðra gesti,“ segir Guðjón. Börn hafi verið á svæðinu þar sem dæmi voru um ofsaakstur. Þá hafi starfsfólk hans verið í hættu. Auk þess viðurkennir Guðjón Ebbi að upp hafi komið mál þar sem ekið hafi verið utan í starfsfólk mótsins þegar það skoðaði armbönd gesta er þeir keyrðu inn á svæðið. „Okkur Íslendingum liggur alltaf svo mikið á,“ segir Guðjón Ebbi. „Það sluppu allir við slys en það eru fleiri en eitt og tvö dæmi um að bílunum hafi nuddað utan í starfsmenn til að ryðjast áfram,“ segir hann. Ekki hafi endilega verið um viljaverk að ræða heldur hafi ákafinn verið of mikill. Lögregla hafi í kjölfarið sett upp hraðamerkingar á svæðinu en 15 km/klst var hámarkshraðinn. Eftir að keppendum hafi verið afhent viðvörun hafi hlutirnir gengið betur fyrir sig. „Þetta var stærsta málið sem við lentum í,“ segir Guðjón Ebbi ánægður með hvernig til tókst í liðinni viku.
Hestar Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Sjá meira