Innlent

Fimmta veltan á þessum vegarkafla

Gissur Sigurðsson skrifar
Bílvelta. Við sunnanverðan Hvammsfjörð er varasamur vegkafli. (Þessi mynd tengist fréttinni ekki með beinum hætti.)
Bílvelta. Við sunnanverðan Hvammsfjörð er varasamur vegkafli. (Þessi mynd tengist fréttinni ekki með beinum hætti.) haraldur
Vegarkaflinn á milli Bíldhóls og Straums á Skógarströnd við sunnanverðan Hvammsfjörð, virðist óvenju varasamur, en þar er malarvegur. Þar valt bílaleigubíll í gær með erlenda ferðamenn innanborðs, en þá sakaði ekki.

Þetta er fimmta bílveltan á þessum vegarkafla í sumar og í öllum tilvikum áttu erlendir ferðamenn á bílaleigubílum í hlut. Þrátt fyrir þennan fjölda er fréttastofu ekki kunnugt um að neinn hafi slasast alvarlega í þessum veltum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×