Innlent

Á fjórða tug með fíkniefni í Laugardalnum

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/kolbeinn tumi

Nóg var um að vera hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Á fjórða tug einstaklinga voru kærðir fyrir vörslu fíkniefna á tónlistarhátíðinni Secret Solstice í Laugardal. Í gær voru rúmlega þrjátíu teknir með fíkniefni á fyrrnefndri hátíð.

Ung kona, í annarlegu ástandi, var færð í fangageymslur rétt eftir klukkan níu í gærkvöld. Við handtökuna beit konan lögreglukonu í handlegg og var lögreglukonan flutt á slysadeild til aðhlynningar. Unga konan verður vistuð fangageymslur þar til ástand hennar lagast.

Lögreglumenn mældu hraða bifreiðar á Miklubraut á 118 kílómetra hraða um klukkan 23 í gærkvöld. Ökumaðurinn reyndi að stinga lögreglu af en var handtekinn skömmu síðar. Ökumaðurinn og farþeginn,  kærasta ökumannsins, voru bæði undir áhrifum áfengis og fíkniefna og fundust fíkniefni í fórum þeirra beggja. Bæði voru þau færð í fangageymslur. Þá voru tveir aðrir stöðvaðir, grunaðir um akstur undir áhrifum vímuefna. Annars vegar í Breiðholti og hins vegar í Kópavogi.

Tilkynnt var um líkamsárás í heimahúsi í umdæmi lögreglunnar í Kópavogi og Breiðholti klukkan tvö í nótt. Karlmaður var sleginn í andlit og hugsanlega nefbrotinn.  Hann var fluttur á slysadeild til aðhlynningar og var árásarmaðurinn vistaður í fangageymslu.

Þá var karlmaður í annarlegu ástandi handtekinn á veitingahúsi við Laugaveg um klukkan fjögur í nótt. Manninum hafði verið vísað út og reiddist hann við það og sparkaði í rúðu og braut hana. Maðurinn var færður í fangageymslu og verður vistaður þar á meðan ástand hans lagast.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.