Sambýlismaður fórnarlambs í máli Óðins Freys kom fyrir dóm í dag Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 23. júní 2014 12:49 Óðinn mætti ásamt verjanda sínum í vitnaleiðslur fyrir héraðsdómi í dag. Aðalmeðferð í máli Óðins Freys Valgeirssonar hélt áfram fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Óðni er gert að sök að hafa svipt konu á þrítugsaldri frelsi sínu, haldið henni nauðugri á heimili sínu að Kleppsvegi og hótað henni lífláti ef hún hefði ekki samræði við hann. Einnig á hann að hafa hrint konunni, rifið í hár hennar, slegið hana með flötum lófa í andlitið og sparkað í hana. Þrjú vitni í málinu voru kölluð fyrir dóm í dag. Þetta voru sambýlismaður konunnar, læknir á neyðarmóttöku og geðlæknir konunnar. Einnig var fórnarlambið kallað fyrir dóm á ný til þess að bera fyrir um atvik sem hún hafði ekki munað við fyrri vitnisburð. Hafði hún þá ekki sagst muna hvort Óðinn hefði slegið hana í andlitið en kvaðst hún muna vel eftir áverkunum. „Ég var helaum í andliti,” sagði konan fyrir dómi í dag. Sagðist hún hafa verið að reyna að rifja þetta upp en rúmlega tvö ár eru liðin frá atvikinu. „Átti erfitt með að opna kjálkann,” sagði hún en í lögregluskýrslum kvað hún Óðinn hafa slegið sig í andlitið. „Ég mundi þetta eins og þetta hefði verið lesið upp úr bók fyrstu tvo mánuðina. Svo er maður að reyna að gleyma.” Unnusti eða sambýlismaður konunnar til 10 ára kom fyrir dóminn til þess að bera vitni. Hann sagðist ekkert þekkja ákærða, Óðinn sem var fyrir atvikið vinur fórnarlambsins. Lýsti hann því hvernig kona hans hefði farið út snemma um morgun til þess að hitta vin og komið heim um hádegisbil. „Hún var skrýtin. Það var erfitt að komast að henni,” lýsti hann og sagði hana í fyrstu ekki hafa viljað segja hvað hafði komið fyrir. Sagði hann frá því að einn eða tveir hefðu verið heima hjá þeim þegar konan sneri aftur en kvaðst ekki muna hverjir það hefðu verið. Verjandi í málinu spurði hvort að þetta væri fólk sem hefði verið þarna alla nóttina. „Já,” svaraði vitnið. Spurði þá verjandi hvort að setið hefði verið að sumbli alla nóttina en svaraði þá maðurinn: „Nei nei, þetta voru rólegheit.” Kvaðst hann hafa verið „í góðu lagi.”„Hún er góð. Hjálpar sínum vinum” Atburðurinn lagðist á sálarlíf konunnar að sögn manns hennar. Byrjaði hún að drekka mikið í kjölfar atviksins og er alltaf í vörn. „Þetta hefur verið erfitt síðan.” Verjandi benti á ákveðið misræmi í framburði varðandi ástand konunnar þegar hún kom heim. Áður hafði vinkona hennar borið því við fyrir dómi að hún hafi verið í uppnámi og grátandi á meðan sambýlismaðurinn sagði að hann hefði séð að eitthvað væri að, hún hefði verið þung en ekkert meira. „Já, ég tók ekkert eftir því,” sagði hann og útskýrði málið á þann veg að hún væri öðruvísi í fasi í samskiptum við vinkonur sínar. „Hvað ber hún þá ekki fyllsta traust til þín?,” spurði verjandi. Svaraði sambýlismaðurinn að hún ætti nú að gera það. Því næst spurði verjandi vitnið hvort að honum hefði ekki þótt það undarlegt að hún færi út klukkan 7 að morgni til að hitta annan mann. „Hún er góð. Hjálpar sínum vinum,” var hans svar. Fórnarlambið sat í dómsal á meðan sambýlismaður hennar bar vitni. Einnig hlýddi Óðinn á framburð allra vitna. Óðinn Freyr var sakfelldur í héraði árið 2011 fyrir líkamsárásarbrot gegn 16 ára stúlku í Laugardal en síðar sýknaður í Hæstarétti. Hann hefur gerst sekur um fjölmörg auðgunarbrot. Tengdar fréttir „Þetta varð til þess að ég drakk börnin frá mér“ Óðinn Freyr Valgeirsson er ákærður fyrir að hóta konu lífláti ef hann fengi ekki að hafa kynmök við hana. 13. júní 2014 15:18 Ógnaði konu með skærum og krafðist kynmaka Óðinn Freyr Valgeirsson er ákærður fyrir frelsissviptingu, hótanir og gróft ofbeldi gagnvart konu á þrítugsaldri. 10. mars 2014 10:31 Máli Óðins Freys enn frestað vegna fjarveru Óðinn Freyr Valgeirsson skráði sig af meðferðarheimili og hefur ekkert sést til hans síðan. 3. apríl 2014 15:47 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Aðalmeðferð í máli Óðins Freys Valgeirssonar hélt áfram fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Óðni er gert að sök að hafa svipt konu á þrítugsaldri frelsi sínu, haldið henni nauðugri á heimili sínu að Kleppsvegi og hótað henni lífláti ef hún hefði ekki samræði við hann. Einnig á hann að hafa hrint konunni, rifið í hár hennar, slegið hana með flötum lófa í andlitið og sparkað í hana. Þrjú vitni í málinu voru kölluð fyrir dóm í dag. Þetta voru sambýlismaður konunnar, læknir á neyðarmóttöku og geðlæknir konunnar. Einnig var fórnarlambið kallað fyrir dóm á ný til þess að bera fyrir um atvik sem hún hafði ekki munað við fyrri vitnisburð. Hafði hún þá ekki sagst muna hvort Óðinn hefði slegið hana í andlitið en kvaðst hún muna vel eftir áverkunum. „Ég var helaum í andliti,” sagði konan fyrir dómi í dag. Sagðist hún hafa verið að reyna að rifja þetta upp en rúmlega tvö ár eru liðin frá atvikinu. „Átti erfitt með að opna kjálkann,” sagði hún en í lögregluskýrslum kvað hún Óðinn hafa slegið sig í andlitið. „Ég mundi þetta eins og þetta hefði verið lesið upp úr bók fyrstu tvo mánuðina. Svo er maður að reyna að gleyma.” Unnusti eða sambýlismaður konunnar til 10 ára kom fyrir dóminn til þess að bera vitni. Hann sagðist ekkert þekkja ákærða, Óðinn sem var fyrir atvikið vinur fórnarlambsins. Lýsti hann því hvernig kona hans hefði farið út snemma um morgun til þess að hitta vin og komið heim um hádegisbil. „Hún var skrýtin. Það var erfitt að komast að henni,” lýsti hann og sagði hana í fyrstu ekki hafa viljað segja hvað hafði komið fyrir. Sagði hann frá því að einn eða tveir hefðu verið heima hjá þeim þegar konan sneri aftur en kvaðst ekki muna hverjir það hefðu verið. Verjandi í málinu spurði hvort að þetta væri fólk sem hefði verið þarna alla nóttina. „Já,” svaraði vitnið. Spurði þá verjandi hvort að setið hefði verið að sumbli alla nóttina en svaraði þá maðurinn: „Nei nei, þetta voru rólegheit.” Kvaðst hann hafa verið „í góðu lagi.”„Hún er góð. Hjálpar sínum vinum” Atburðurinn lagðist á sálarlíf konunnar að sögn manns hennar. Byrjaði hún að drekka mikið í kjölfar atviksins og er alltaf í vörn. „Þetta hefur verið erfitt síðan.” Verjandi benti á ákveðið misræmi í framburði varðandi ástand konunnar þegar hún kom heim. Áður hafði vinkona hennar borið því við fyrir dómi að hún hafi verið í uppnámi og grátandi á meðan sambýlismaðurinn sagði að hann hefði séð að eitthvað væri að, hún hefði verið þung en ekkert meira. „Já, ég tók ekkert eftir því,” sagði hann og útskýrði málið á þann veg að hún væri öðruvísi í fasi í samskiptum við vinkonur sínar. „Hvað ber hún þá ekki fyllsta traust til þín?,” spurði verjandi. Svaraði sambýlismaðurinn að hún ætti nú að gera það. Því næst spurði verjandi vitnið hvort að honum hefði ekki þótt það undarlegt að hún færi út klukkan 7 að morgni til að hitta annan mann. „Hún er góð. Hjálpar sínum vinum,” var hans svar. Fórnarlambið sat í dómsal á meðan sambýlismaður hennar bar vitni. Einnig hlýddi Óðinn á framburð allra vitna. Óðinn Freyr var sakfelldur í héraði árið 2011 fyrir líkamsárásarbrot gegn 16 ára stúlku í Laugardal en síðar sýknaður í Hæstarétti. Hann hefur gerst sekur um fjölmörg auðgunarbrot.
Tengdar fréttir „Þetta varð til þess að ég drakk börnin frá mér“ Óðinn Freyr Valgeirsson er ákærður fyrir að hóta konu lífláti ef hann fengi ekki að hafa kynmök við hana. 13. júní 2014 15:18 Ógnaði konu með skærum og krafðist kynmaka Óðinn Freyr Valgeirsson er ákærður fyrir frelsissviptingu, hótanir og gróft ofbeldi gagnvart konu á þrítugsaldri. 10. mars 2014 10:31 Máli Óðins Freys enn frestað vegna fjarveru Óðinn Freyr Valgeirsson skráði sig af meðferðarheimili og hefur ekkert sést til hans síðan. 3. apríl 2014 15:47 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
„Þetta varð til þess að ég drakk börnin frá mér“ Óðinn Freyr Valgeirsson er ákærður fyrir að hóta konu lífláti ef hann fengi ekki að hafa kynmök við hana. 13. júní 2014 15:18
Ógnaði konu með skærum og krafðist kynmaka Óðinn Freyr Valgeirsson er ákærður fyrir frelsissviptingu, hótanir og gróft ofbeldi gagnvart konu á þrítugsaldri. 10. mars 2014 10:31
Máli Óðins Freys enn frestað vegna fjarveru Óðinn Freyr Valgeirsson skráði sig af meðferðarheimili og hefur ekkert sést til hans síðan. 3. apríl 2014 15:47