Myndin hefur slegið hvert metið á fætur öðru út um allan heim. Leitað var að stúlkum á aldrinum 6–12 ára til að verða hármódel í bókinni.
Upphaflega áttu prufur að hefjast kl. 16 og standa yfir til kl. 19 en fljótlega upp úr kl. 14 var búin að myndast biðröð á göngum Smáralindar og því var ákveðið að hefja myndatökur talsvert fyrr en ráðgert hafði verið.
„Viðbrögðin komu okkur skemmtilega á óvart og það var ótrúlega gaman að sjá allar þessar fallegu stelpur sem komu og tóku þátt,“ segir Tinna Proppé, útgáfustjóri Edda USA.

Allar stúlkurnar sem mættu í prufuna í gær verða látnar vita um niðurstöðuna hvort sem þær verða valdar til að vera í bókinni eða ekki. Þá er ráðgert að myndir af hverjum og einum þátttakenda verði aðgengilegar á netinu.
Theodóra Mjöll, sem er hárgreiðslukona, hefur áður gefið út vinsælu hárgreiðslubækurnar Hárið og Lokkar og þvi verður þetta hennar þriðja bók.



