Fótbolti

Holland og Þýskaland uppáhaldslið Íslendinga á Heimsmeistaramótinu

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Leikmenn hollenska liðsins.
Leikmenn hollenska liðsins. Vísir/Getty
Samkvæmt nýrri rannsókn eru Holland og Þýskaland eru uppáhaldslið Íslendinga á Heimsmeistaramótinu. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun Markaðs- og miðlarannsókna, MMR.

Spurt var hvert uppáhalds lið einstaklinganna var og voru alls 96,8% sem svöruðu spurningunni. Holland var vinsælasta liðið með 15% fylgi en 14% svarenda völdu Þýskaland. Alls 43% af þeim sem svöruðu spurningunni sögðust ekki eiga uppáhalds lið.

Munur er á niðurstöðunni hvort fólk ætti uppáhalds lið á Heimsmeistaramótinu eftir stjórnmálaflokkum. Þeir sem sögðust styðja Sjálfstæðisflokkinn voru líklegastir til að eiga uppáhalds lið á HM en þeir sem sögðust styðja Pírata voru ólíklegastir til að eiga lið. Stuðningsfólk Sjálfstæðisflokksins virðist vera hrifið af hollenska liðinu en alls 24% af Sjálfstæðismönnum sögðu að Holland væri uppáhalds lið þeirra. Fylgjendur Framsóknarflokksins og Pírata voru aftur á móti flestir á bandi Þýskalands.

Það ættu því margir Íslendingar að fá möguleikann á því að sjá uppáhaldslið sitt spila en Ísland tekur á móti Hollandi þann 13. október næstkomandi á Laugardalsvelli í undankeppni Evrópumótsins 2016.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×