Fótbolti

Átta af tíu Ameríkuþjóðum á HM áfram í 16 liða úrslitin

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Neymar hefur spilað vel með liði heimamanna.
Neymar hefur spilað vel með liði heimamanna. Vísir/Getty
Ameríkuþjóðirnar voru afar öflugar í riðlakeppni HM í Brasilíu sem lauk í kvöld en alls komust átta Ameríkuþjóðir af tíu í sextán liða úrslitin sem hefjast á laugardaginn.

Cristiano Ronaldo og félagar í Portúgal urðu í dag þriðja Evrópuliðið, sem komst í undanúrslit á EM fyrir tveimur árum, sem er nú á heimleið eftir riðlakeppnina á HM í Brasilíu.

Evrópumeistarar Spánar og silfurlið Ítalíu sátu einnig eftir í sínum riðlum og er þetta í fyrsta sinn í sögunni, sem tvö efstu þjóðirnar á EM á undan, komast ekki í útsláttarkeppnina á heimsmeistaramótinu.

Fjórar aðrar Evrópuþjóðir eru líka á heimleið (Króatía, England, Bosnía og Rússland) sem þýðir að aðeins sjö af þrettán Evrópuþjóðum komust í sextán liða úrslitin.

Hvort sem það sé hrein tilviljun eða ekki þá er það eiginlega þannig að því lengra sem er farið frá Brasilíu því verri var árangurinn þjóðanna í riðlakeppni HM því engum gekk verra á mótinu en liðunum frá Asíu og Eyjaálfu. 

Gengi liða í riðlakeppni HM í Brasilíu 2014 eftir álfum:

Suður-Ameríka: 5 af 6 komust í 16 liða úrslit  (83 prósent)

Áfram: [5] Argentína, Brasilía, Kólumbía, Síle og Úrúgvæ

Úr leik: [1] Ekvador.

Norður- og Mið-Ameríka: 3 af 4 komust í 16 liða úrslit  (75 prósent)

Áfram: [3]  Kosta Ríka, Mexíkó og Bandaríkin

Úr leik: [1]  Hondúras

Evrópa: 6 af 13 komust í 16 liða úrslit  (46 prósent)

Áfram: [6]  Belgía, Frakkland, Grikkland, Holland, Sviss og Þýskaland.

Úr leik: [7]  Bosnía, Króatía, England, Ítalía, Portúgal, Rússland og Spánn.

Afríka: 2 af 5 komust í 16 liða úrslit  (40 prósent)

Áfram: [2] Alsír og Nígería.

Úr leik: [3] Kamerúna, Gana og Fílabeinsströndin.

Asía: 0 af 4 komust í 16 liða úrslit  (0 prósent)

Áfram: [0]

Úr leik: [4] Ástralía, Íran, Japan og Suður-Kórea

Vísir/Getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×