Innlent

Kynferðisafbrotum fjölgaði um 107,9 % í fyrra

Bjarki Ármannsson skrifar
Kynferðisafbrotum fjölgaði hlutfallslega langmest í fyrra og þeim fjölgaði í öllum undirflokkum.
Kynferðisafbrotum fjölgaði hlutfallslega langmest í fyrra og þeim fjölgaði í öllum undirflokkum. Vísir/Getty/Valli
Kynferðisafbrotum fjölgaði á síðasta ári um 107,9 prósent frá meðaltali áranna 2010 til 2012. 

Þetta kemur fram í samantekt Ríkislögreglustjóra á afbrotatölfræði síðasta árs. Kynferðisafbrotum fjölgaði hlutfallslega langmest í fyrra og þeim fjölgaði í öllum undirflokkum. Mest fjölgun var á brotum tengdum vændi, eða 609,5 prósent, sem rekja má til sérstaks átaks hjá lögreglu á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum. Einnig fjölgaði nauðgunarbrotum, um 55,2 prósent, og kynferðisbrotum gegn börnum, um 88,9 prósent.

Í skýrslu lögreglunnar kemur einnig fram að heildarfjöldi brota árið 2013 var 53.255 og er það sautján prósent fækkun ef litið er til meðaltals áranna 2010 til 2012. Umferðarlagabrotum fækkaði um átján prósent milli ára og munaði þar mest um hraðakstursbrot sem fækkuðu um 25,6 prósent. 

Hegningarlagabrotum fækkaði og hafa þau ekki verið færri frá því að samræmd skráning lögreglu hófst árið 1999. 

Afbrotatölfræði 2013 nær yfir brot sem skráð voru í málaskrárkerfi lögreglunnar árið 2013. Skýrsluna í heild sinni má skoða hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×