Innlent

Borgaskóli kemur best út úr PISA: "Við erum æðisleg“

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Borgaskóli kom best út úr PISA.
Borgaskóli kom best út úr PISA.
„Við erum æðisleg,“ segir Jóhanna S. Vilbergsdóttir, skólastjóri Vættaskóla, og hlær. Skólinn varð til árið 2012 við sameiningu Borgaskóla og Engjaskóla. Borgaskóli kom út best allra skóla í Reykjavík í PISA könnunni árið 2012, sem voru birtar í dag. Engjaskóli kom einnig vel út, mældist yfir meðaltali skólanna í Reykjavík í öllum þáttum sem könnunin náði til.Þegar Jóhanna er spurð hver galdurinn sé á bakvið góðan árangur í könnuninni nefnir hún samstundis góða teymisvinnu kennara á unglingastigi. „Við kennum í þriggja manna teymum. Við skiptum, til dæmis, stærðfræðikennslu hvers hóps í þrennt og kennum öllum hópunum samtímis. Hóparnir fara mishratt yfir efnið og geta nemendur metið sjálfir í hvaða hópi þeir vilja vera. Við hvetjum nemendur til að taka ábyrgð á eigin námi; setja sér markmið og vinna í að styrkja sig. Þetta hefur gefist afar vel og ætlum við að færa þessa hugmynd á neðri stigin. Við byrjum með svona vinnu á miðstiginu núna í haust,“ útskýrir Jóhanna.Jóhanna segir að allt sé til staðar í Vættaskóla. „Við erum með frábæran efnivið, góða nemendur. Við erum með góða kennara og líka gott skipulag.“ Hún segir að vel sé farið yfir niðurstöður allra kannanna. „Ég geri þá kröfu að kennarar fari yfir niðurstöður úr könnunum, eins og þessari og líka samræmdum könnunum. Ég bið þá að sjá hvað má betur fara og líka hvað gengur vel. Sjöundi bekkur kom til dæmis ljómandi vel út úr samræmdu prófunum síðasta haust. Þannig að við erum afskaplega ánægð.“Hún segir að ekki hafi verið haldið sérstaklega upp á þessar góðu niðurstöður. „Nei,nei. Ég er búin að klappa kennurunum á bakið. Við fögnum öllu sem vel gengur.“

Tengd skjöl


Tengdar fréttir

Borgaskóli kom best út úr PISA

Hæfni nemenda var metinn eftir þremur þáttum; stærðfræðilæsi, lesskilningi og náttúrufræðilæsi.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.