Innlent

Borgaskóli kom best út úr PISA

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Borgaskóli
Borgaskóli VISIR/PJETUR

Nemendur Borgaskóla stóðu sig best allra 15 ára grunnskólanema í Reykjavík í PISA könnunni árið 2012 en niðurstöður könnunarinnar voru birtar í dag.

Borgaskóli heitir nú Vættaskóli eftir sameiningu við Engjaskóla árið 2012.

Hæfni nemenda var metinn eftir þremur þáttum; stærðfræðilæsi, lesskilningi og náttúrufræðilæsi.

Nemendur Borgaskóla reyndust vera með mesta stærðfræðilæsi allra. Þeir komu í öðru sæti hvað lesskilninginn varðar og náttúrufræðilæsi þeirra reyndist það þriðja besta.

Meðaltal árangurs þeirra úr fyrrgreindum þáttum skilar þeim í efsta sætið í heildarframmistöðu allra grunnskóla í Reykjavík.

Hér má sjá hvernig nemendur Borgaskóla röðuðust niður á hæfniþrep PISA-könnunarinnar.

Alls þreyttu 34 nemendur við skólann prófið.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.