Innlent

Tæpur helmingur nemenda Fellaskóla nær ekki grunnstigi

Bjarki Ármannsson skrifar
Hæsta hlutfall nemenda undir fyrsta þrepi í stærðfræðihæfni í Reykjavík er í Fellaskóla.
Hæsta hlutfall nemenda undir fyrsta þrepi í stærðfræðihæfni í Reykjavík er í Fellaskóla. Vísir/Stefán
Tæplega helmingur nemenda Fellaskóla í Breiðholti getur aðeins leyst mjög einföld stærðfræðidæmi, að því er fram kemur í niðurstöðum PISA-rannsóknarinnar sem Reykjavíkurborg birti í dag.

Samkvæmt samantekt á stærðfræðihæfni nemenda í Reykjavík náðu um 45 prósent nemenda Fellaskóla ekki fyrsta þrepi af sex. Þetta er hæsta hlutfall nemenda undir fyrsta þrepi í Reykjavík en næst á eftir fylgir Klébergsskóli á Kjalarnesi með 37 prósent.

Enginn skóli er með hærra hlutfall nemenda á efsta þrepi en Húsaskóli í Grafarvogi, þar sem um átta prósent náðu þrepi sex. Sjö prósent nemenda náðu því í Háteigsskóla og Foldaskóla.

Samkvæmt skilgreiningu Námsgagnastofnunar geta nemendur undir þrepi eitt „mögulega leyst mjög einföld stærðfræðiverkefni, eins og að lesa einfalt gildi út úr skýringarmynd sem er skýrt merkt eða töflu þar sem merkingar samsvara orðum í kynningartextanum og spurningunni ... einnig geta þeir leyst stærðfræðidæmi með heilum tölum með því að fylgja skýrum og greinilegum leiðbeiningum.“ 
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.