Innlent

85,3 prósent fjölgun á sölu og dreifingu fíkniefna

Bjarki Ármannsson skrifar
Fíkniefnafundur lögreglu í Reykjavík árið 2011.
Fíkniefnafundur lögreglu í Reykjavík árið 2011. Vísir/Valli
Fíkniefnabrotum fjölgaði um 17,8 prósent árið 2013 miðað við árin þrjú þar á undan, samkvæmt afbrotatölfræði Ríkislögreglustjóra. Frá árinu 2012 fjölgaði þeim um 6,5 prósent.

Af fíkniefnabrotum var hlutfallslega mest fjölgun á sölu og dreifingu fíkniefna eða 85,3 prósent miðað við síðastliðin þrjú ár. Lögregla lagði hald á aukið magn kannabisplantna, marijúana, e-taflna, amfetamíns og metamfetamíns. Lagt var hald á um 2,5 kíló af kókaíni sem er um helmingi minna en árið 2012.

Ofbeldisbrot voru 1.188 árið 2013 en voru að meðaltali 1.132 árin 2010 til 2012. Flest ofbeldisbrot miðað við íbúafjölda voru skráð í Vestmannaeyjum líkt og síðustu þrjú ár og segir í samantekt lögreglu að það sé jafnan rakið til Þjóðhátíðar þegar mikill fjöldi manna safnast saman á svæðinu og ofbeldisbrot eru tíðari en almennt gerist.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×