Innlent

Reyndu að nauðlenda á annarri braut golfvallarins á Vatnsleysuströnd

Kjartan Atli Kjartansson og Gunnar Atli Gunnarsson skrifar
Kona og maður voru í hættu þegar flugvél sem þau voru í missti vélarafl úti yfir sjónum, skammt frá frá Kálfatjörn á Vatnsleysuströnd um klukkan fimm í dag. Þau gerðu tilraun til þess að nauðlenda vélinni á annarri braut golfvallarins á Vatnsleysuströnd. Í lendingunni snérist flugvélin og endaði á hvolfi á möl og virðist eyðilögð.

Gunnar Atli Gunnarsson, fréttamaður Stöðvar 2, fór á staðinn, eins og sjá má í sjónvarpsfréttinni hérna að ofan. Vísir greindi frá málinu fyrr í dag.

Fólkið slapp við alvarleg meiðsl og gat sjálft komið sér frá vélinni. Þau fengu áfallahjálp í sjúkrabíl sem kom á vettvang. TF-Sýn, þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út og voru konurnar fluttar með henni til aðhlynningar. Björgunarsveitir á svæðinu voru ræstar út en snéru við þegar ljóst var hvernig aðstæður á slysstað voru. Lögregla og slökkvilið voru einnig kölluð á vettvang, auk fólks frá Landsbjörg. Rannsóknarnefnd samgönguslysa fer nú með rannsókn málsins.

Flugvélin sem var að gerðinni Diamond D A20, var kennsluvél frá Flugskóla Keilis. 

Uppfært klukkan 22:30

Þyrla Landhelgisgæslunnar var við æfingar í grennd við slysstað og kom, eftir að flugmaður hennar heyrði neyðarkall flugvélarinnar sem nauðlenti.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.