Innlent

Ók á kyrrstæðan bíl á Hellisheiði

Ökumaðurinn var fluttur með sjúkrabifreið á Slysadeild Landspítala þar sem gert var að sárum hans.
Ökumaðurinn var fluttur með sjúkrabifreið á Slysadeild Landspítala þar sem gert var að sárum hans. Vísir/Pjetur
Ökumaður var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild Landsspítalans, eftir að hann hafði ekið aftan á yfirgefinn bíl sem stóð úti í kanti á þjóðveginum um Hellisheiði undir morgun.

Þoka og rigningarsuddi voru á vettvangi þannig að ökumaðurinn sá ekki kyrrstæða bílinn í tæka tíð. Hann mun ekki vera alvarlega slasaður en báðir bílarnir eru mikið skemmdir, að sögn lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×