Innlent

Mokkaður við að mæðast í mótorhjólamönnum

Jakob Bjarnar skrifar
Þó mótorhjólamenn séu upp til hópa ljúfir sem lömb eru þeir vígalegir og þarf nokkuð til að leggja í að atast í þeim.
Þó mótorhjólamenn séu upp til hópa ljúfir sem lömb eru þeir vígalegir og þarf nokkuð til að leggja í að atast í þeim. visir/vilhelm
Maður nokkur var í gærkvöldi í annarlegu ástandi við Ingólfstorg og svo illa áttaður var maðurinn að hann lét sig ekki muna um að atast í bifhjólamönnum sem þar voru. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu.

Maðurinn mun hafa sparkað í kyrrstætt bifhjól og eins í annað hjól sem ekið var þar að. Viðkomandi var handtekinn og færður á lögreglustöð þar sem hann var vistaður í fangageymslu. Maðurinn var með fíkniefni í tösku og er fullyrt að hann hafi verið að reyna að selja efnin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×