Sögulegar sættir: Flugdólgurinn fær að fljúga með Icelandair á ný Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 12. júní 2014 10:45 Ljóst er að sækist flugdólgurinn eftir því að fá að fljúga með Icelandair yrði það leyft. Hann yrði þó í fylgd með ábyrgðarmanni. Farþegi sem binda þurfti niður og líma við sæti sitt í flugi frá Íslandi til Bandaríkjanna í janúar 2013 hefur náð sáttum við flugfélagið Icelandair. „Honum stendur til boða að fljúga með Icelandair á ný,“ staðfestir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, í samtali við Vísi. Maðurinn var kallaður íslenski flugdólgurinn í fjölmiðlum en hann sýndi ógnandi tilburði, réðst á annan farþega í vélinni og hrækti á fólk. Málið vakti gríðarlega athygli hér á landi og víðar eftir að mynd af manninum birtist á samskiptamiðlinum Reddit. Í kjölfar atviksins var manninum meinað að fljúga með flugfélaginu. Að sögn Guðjóns sýndi maðurinn mikla iðrun eftir atvikið. „Hann baðst afsökunar á sinni hegðun.“Flýgur í fylgd ábyrgðarmanns „Hann hefur ekkert flogið með okkur síðan þetta gerðist,“ segir Guðjón þó en maðurinn er íslenskur ríkisborgari sem búsettur er erlendis. „Nú fengi hann að fljúga en það yrði þá í fylgd ábyrgðarmanns.“ Málið hafði nokkra eftirmála auk flugbanns Icelandair. Maðurinn var handtekinn við komu á JFK flugvöll í New York og fluttur á sjúkrahús vegna ölvunar. Icelandair kærði manninn síðan í kjölfarið. Engin niðurstaða hefur fengist úr kærunni. „Farþeginn var kærður til lögreglunnar á sínum tíma. Málið hefur verið til skoðunar hjá lögreglustjóraembættinu á Suðurnesjum síðan,“ segir Guðjón. Samkvæmt heimildum Vísis fer Jóhannes Jensson, yfirmaður rannsóknardeildar á Suðurnesjum, með málið en ekki náðist í hann við gerð fréttarinnar. Engar frekari upplýsingar fengust hjá embættinu um hvers vegna málið er enn á rannsóknarstigi. Tengdar fréttir Farþegum brugðið þegar flugdólgurinn var handtekinn Fólki í vél Icelandair, sem flaug frá Íslandi til New York í gær, var mjög brugðið eftir að flugdólgur var handtekinn í vélinni. Maðurinn hafði verið með allmikil læti þegar hann var loks yfirbugaður af áhöfn vélarinnar og farþegum. 4. janúar 2013 15:32 Flugdólgur yfirbugaður af farþegum hjá Icelandair Karlmaður var yfirbugaður af farþegum og áhöfn flugvélar Icelandair sem var á leiðinni til New York. Mynd af manninum hefur vakið heimsathygli en þar sést að hann hefur hreinlega verið límdur við sæti sitt. 4. janúar 2013 11:17 Flugdólgurinn vekur heimsathygli Útreiðin sem flugdólgurinn hefur fengið vekur sitt á hvað aðdáun eða óhug. 4. janúar 2013 21:44 Farþegar óttuðust slagsmál yfir miðju Atlantshafi Flugdólgur í vél Icelandair káfaði á andlitum kvenna og reyndi að stofna til illinda við menn. 4. janúar 2013 19:37 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira
Farþegi sem binda þurfti niður og líma við sæti sitt í flugi frá Íslandi til Bandaríkjanna í janúar 2013 hefur náð sáttum við flugfélagið Icelandair. „Honum stendur til boða að fljúga með Icelandair á ný,“ staðfestir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, í samtali við Vísi. Maðurinn var kallaður íslenski flugdólgurinn í fjölmiðlum en hann sýndi ógnandi tilburði, réðst á annan farþega í vélinni og hrækti á fólk. Málið vakti gríðarlega athygli hér á landi og víðar eftir að mynd af manninum birtist á samskiptamiðlinum Reddit. Í kjölfar atviksins var manninum meinað að fljúga með flugfélaginu. Að sögn Guðjóns sýndi maðurinn mikla iðrun eftir atvikið. „Hann baðst afsökunar á sinni hegðun.“Flýgur í fylgd ábyrgðarmanns „Hann hefur ekkert flogið með okkur síðan þetta gerðist,“ segir Guðjón þó en maðurinn er íslenskur ríkisborgari sem búsettur er erlendis. „Nú fengi hann að fljúga en það yrði þá í fylgd ábyrgðarmanns.“ Málið hafði nokkra eftirmála auk flugbanns Icelandair. Maðurinn var handtekinn við komu á JFK flugvöll í New York og fluttur á sjúkrahús vegna ölvunar. Icelandair kærði manninn síðan í kjölfarið. Engin niðurstaða hefur fengist úr kærunni. „Farþeginn var kærður til lögreglunnar á sínum tíma. Málið hefur verið til skoðunar hjá lögreglustjóraembættinu á Suðurnesjum síðan,“ segir Guðjón. Samkvæmt heimildum Vísis fer Jóhannes Jensson, yfirmaður rannsóknardeildar á Suðurnesjum, með málið en ekki náðist í hann við gerð fréttarinnar. Engar frekari upplýsingar fengust hjá embættinu um hvers vegna málið er enn á rannsóknarstigi.
Tengdar fréttir Farþegum brugðið þegar flugdólgurinn var handtekinn Fólki í vél Icelandair, sem flaug frá Íslandi til New York í gær, var mjög brugðið eftir að flugdólgur var handtekinn í vélinni. Maðurinn hafði verið með allmikil læti þegar hann var loks yfirbugaður af áhöfn vélarinnar og farþegum. 4. janúar 2013 15:32 Flugdólgur yfirbugaður af farþegum hjá Icelandair Karlmaður var yfirbugaður af farþegum og áhöfn flugvélar Icelandair sem var á leiðinni til New York. Mynd af manninum hefur vakið heimsathygli en þar sést að hann hefur hreinlega verið límdur við sæti sitt. 4. janúar 2013 11:17 Flugdólgurinn vekur heimsathygli Útreiðin sem flugdólgurinn hefur fengið vekur sitt á hvað aðdáun eða óhug. 4. janúar 2013 21:44 Farþegar óttuðust slagsmál yfir miðju Atlantshafi Flugdólgur í vél Icelandair káfaði á andlitum kvenna og reyndi að stofna til illinda við menn. 4. janúar 2013 19:37 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira
Farþegum brugðið þegar flugdólgurinn var handtekinn Fólki í vél Icelandair, sem flaug frá Íslandi til New York í gær, var mjög brugðið eftir að flugdólgur var handtekinn í vélinni. Maðurinn hafði verið með allmikil læti þegar hann var loks yfirbugaður af áhöfn vélarinnar og farþegum. 4. janúar 2013 15:32
Flugdólgur yfirbugaður af farþegum hjá Icelandair Karlmaður var yfirbugaður af farþegum og áhöfn flugvélar Icelandair sem var á leiðinni til New York. Mynd af manninum hefur vakið heimsathygli en þar sést að hann hefur hreinlega verið límdur við sæti sitt. 4. janúar 2013 11:17
Flugdólgurinn vekur heimsathygli Útreiðin sem flugdólgurinn hefur fengið vekur sitt á hvað aðdáun eða óhug. 4. janúar 2013 21:44
Farþegar óttuðust slagsmál yfir miðju Atlantshafi Flugdólgur í vél Icelandair káfaði á andlitum kvenna og reyndi að stofna til illinda við menn. 4. janúar 2013 19:37