Sögulegar sættir: Flugdólgurinn fær að fljúga með Icelandair á ný Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 12. júní 2014 10:45 Ljóst er að sækist flugdólgurinn eftir því að fá að fljúga með Icelandair yrði það leyft. Hann yrði þó í fylgd með ábyrgðarmanni. Farþegi sem binda þurfti niður og líma við sæti sitt í flugi frá Íslandi til Bandaríkjanna í janúar 2013 hefur náð sáttum við flugfélagið Icelandair. „Honum stendur til boða að fljúga með Icelandair á ný,“ staðfestir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, í samtali við Vísi. Maðurinn var kallaður íslenski flugdólgurinn í fjölmiðlum en hann sýndi ógnandi tilburði, réðst á annan farþega í vélinni og hrækti á fólk. Málið vakti gríðarlega athygli hér á landi og víðar eftir að mynd af manninum birtist á samskiptamiðlinum Reddit. Í kjölfar atviksins var manninum meinað að fljúga með flugfélaginu. Að sögn Guðjóns sýndi maðurinn mikla iðrun eftir atvikið. „Hann baðst afsökunar á sinni hegðun.“Flýgur í fylgd ábyrgðarmanns „Hann hefur ekkert flogið með okkur síðan þetta gerðist,“ segir Guðjón þó en maðurinn er íslenskur ríkisborgari sem búsettur er erlendis. „Nú fengi hann að fljúga en það yrði þá í fylgd ábyrgðarmanns.“ Málið hafði nokkra eftirmála auk flugbanns Icelandair. Maðurinn var handtekinn við komu á JFK flugvöll í New York og fluttur á sjúkrahús vegna ölvunar. Icelandair kærði manninn síðan í kjölfarið. Engin niðurstaða hefur fengist úr kærunni. „Farþeginn var kærður til lögreglunnar á sínum tíma. Málið hefur verið til skoðunar hjá lögreglustjóraembættinu á Suðurnesjum síðan,“ segir Guðjón. Samkvæmt heimildum Vísis fer Jóhannes Jensson, yfirmaður rannsóknardeildar á Suðurnesjum, með málið en ekki náðist í hann við gerð fréttarinnar. Engar frekari upplýsingar fengust hjá embættinu um hvers vegna málið er enn á rannsóknarstigi. Tengdar fréttir Farþegum brugðið þegar flugdólgurinn var handtekinn Fólki í vél Icelandair, sem flaug frá Íslandi til New York í gær, var mjög brugðið eftir að flugdólgur var handtekinn í vélinni. Maðurinn hafði verið með allmikil læti þegar hann var loks yfirbugaður af áhöfn vélarinnar og farþegum. 4. janúar 2013 15:32 Flugdólgur yfirbugaður af farþegum hjá Icelandair Karlmaður var yfirbugaður af farþegum og áhöfn flugvélar Icelandair sem var á leiðinni til New York. Mynd af manninum hefur vakið heimsathygli en þar sést að hann hefur hreinlega verið límdur við sæti sitt. 4. janúar 2013 11:17 Flugdólgurinn vekur heimsathygli Útreiðin sem flugdólgurinn hefur fengið vekur sitt á hvað aðdáun eða óhug. 4. janúar 2013 21:44 Farþegar óttuðust slagsmál yfir miðju Atlantshafi Flugdólgur í vél Icelandair káfaði á andlitum kvenna og reyndi að stofna til illinda við menn. 4. janúar 2013 19:37 Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Farþegi sem binda þurfti niður og líma við sæti sitt í flugi frá Íslandi til Bandaríkjanna í janúar 2013 hefur náð sáttum við flugfélagið Icelandair. „Honum stendur til boða að fljúga með Icelandair á ný,“ staðfestir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, í samtali við Vísi. Maðurinn var kallaður íslenski flugdólgurinn í fjölmiðlum en hann sýndi ógnandi tilburði, réðst á annan farþega í vélinni og hrækti á fólk. Málið vakti gríðarlega athygli hér á landi og víðar eftir að mynd af manninum birtist á samskiptamiðlinum Reddit. Í kjölfar atviksins var manninum meinað að fljúga með flugfélaginu. Að sögn Guðjóns sýndi maðurinn mikla iðrun eftir atvikið. „Hann baðst afsökunar á sinni hegðun.“Flýgur í fylgd ábyrgðarmanns „Hann hefur ekkert flogið með okkur síðan þetta gerðist,“ segir Guðjón þó en maðurinn er íslenskur ríkisborgari sem búsettur er erlendis. „Nú fengi hann að fljúga en það yrði þá í fylgd ábyrgðarmanns.“ Málið hafði nokkra eftirmála auk flugbanns Icelandair. Maðurinn var handtekinn við komu á JFK flugvöll í New York og fluttur á sjúkrahús vegna ölvunar. Icelandair kærði manninn síðan í kjölfarið. Engin niðurstaða hefur fengist úr kærunni. „Farþeginn var kærður til lögreglunnar á sínum tíma. Málið hefur verið til skoðunar hjá lögreglustjóraembættinu á Suðurnesjum síðan,“ segir Guðjón. Samkvæmt heimildum Vísis fer Jóhannes Jensson, yfirmaður rannsóknardeildar á Suðurnesjum, með málið en ekki náðist í hann við gerð fréttarinnar. Engar frekari upplýsingar fengust hjá embættinu um hvers vegna málið er enn á rannsóknarstigi.
Tengdar fréttir Farþegum brugðið þegar flugdólgurinn var handtekinn Fólki í vél Icelandair, sem flaug frá Íslandi til New York í gær, var mjög brugðið eftir að flugdólgur var handtekinn í vélinni. Maðurinn hafði verið með allmikil læti þegar hann var loks yfirbugaður af áhöfn vélarinnar og farþegum. 4. janúar 2013 15:32 Flugdólgur yfirbugaður af farþegum hjá Icelandair Karlmaður var yfirbugaður af farþegum og áhöfn flugvélar Icelandair sem var á leiðinni til New York. Mynd af manninum hefur vakið heimsathygli en þar sést að hann hefur hreinlega verið límdur við sæti sitt. 4. janúar 2013 11:17 Flugdólgurinn vekur heimsathygli Útreiðin sem flugdólgurinn hefur fengið vekur sitt á hvað aðdáun eða óhug. 4. janúar 2013 21:44 Farþegar óttuðust slagsmál yfir miðju Atlantshafi Flugdólgur í vél Icelandair káfaði á andlitum kvenna og reyndi að stofna til illinda við menn. 4. janúar 2013 19:37 Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Farþegum brugðið þegar flugdólgurinn var handtekinn Fólki í vél Icelandair, sem flaug frá Íslandi til New York í gær, var mjög brugðið eftir að flugdólgur var handtekinn í vélinni. Maðurinn hafði verið með allmikil læti þegar hann var loks yfirbugaður af áhöfn vélarinnar og farþegum. 4. janúar 2013 15:32
Flugdólgur yfirbugaður af farþegum hjá Icelandair Karlmaður var yfirbugaður af farþegum og áhöfn flugvélar Icelandair sem var á leiðinni til New York. Mynd af manninum hefur vakið heimsathygli en þar sést að hann hefur hreinlega verið límdur við sæti sitt. 4. janúar 2013 11:17
Flugdólgurinn vekur heimsathygli Útreiðin sem flugdólgurinn hefur fengið vekur sitt á hvað aðdáun eða óhug. 4. janúar 2013 21:44
Farþegar óttuðust slagsmál yfir miðju Atlantshafi Flugdólgur í vél Icelandair káfaði á andlitum kvenna og reyndi að stofna til illinda við menn. 4. janúar 2013 19:37