Sögulegar sættir: Flugdólgurinn fær að fljúga með Icelandair á ný Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 12. júní 2014 10:45 Ljóst er að sækist flugdólgurinn eftir því að fá að fljúga með Icelandair yrði það leyft. Hann yrði þó í fylgd með ábyrgðarmanni. Farþegi sem binda þurfti niður og líma við sæti sitt í flugi frá Íslandi til Bandaríkjanna í janúar 2013 hefur náð sáttum við flugfélagið Icelandair. „Honum stendur til boða að fljúga með Icelandair á ný,“ staðfestir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, í samtali við Vísi. Maðurinn var kallaður íslenski flugdólgurinn í fjölmiðlum en hann sýndi ógnandi tilburði, réðst á annan farþega í vélinni og hrækti á fólk. Málið vakti gríðarlega athygli hér á landi og víðar eftir að mynd af manninum birtist á samskiptamiðlinum Reddit. Í kjölfar atviksins var manninum meinað að fljúga með flugfélaginu. Að sögn Guðjóns sýndi maðurinn mikla iðrun eftir atvikið. „Hann baðst afsökunar á sinni hegðun.“Flýgur í fylgd ábyrgðarmanns „Hann hefur ekkert flogið með okkur síðan þetta gerðist,“ segir Guðjón þó en maðurinn er íslenskur ríkisborgari sem búsettur er erlendis. „Nú fengi hann að fljúga en það yrði þá í fylgd ábyrgðarmanns.“ Málið hafði nokkra eftirmála auk flugbanns Icelandair. Maðurinn var handtekinn við komu á JFK flugvöll í New York og fluttur á sjúkrahús vegna ölvunar. Icelandair kærði manninn síðan í kjölfarið. Engin niðurstaða hefur fengist úr kærunni. „Farþeginn var kærður til lögreglunnar á sínum tíma. Málið hefur verið til skoðunar hjá lögreglustjóraembættinu á Suðurnesjum síðan,“ segir Guðjón. Samkvæmt heimildum Vísis fer Jóhannes Jensson, yfirmaður rannsóknardeildar á Suðurnesjum, með málið en ekki náðist í hann við gerð fréttarinnar. Engar frekari upplýsingar fengust hjá embættinu um hvers vegna málið er enn á rannsóknarstigi. Tengdar fréttir Farþegum brugðið þegar flugdólgurinn var handtekinn Fólki í vél Icelandair, sem flaug frá Íslandi til New York í gær, var mjög brugðið eftir að flugdólgur var handtekinn í vélinni. Maðurinn hafði verið með allmikil læti þegar hann var loks yfirbugaður af áhöfn vélarinnar og farþegum. 4. janúar 2013 15:32 Flugdólgur yfirbugaður af farþegum hjá Icelandair Karlmaður var yfirbugaður af farþegum og áhöfn flugvélar Icelandair sem var á leiðinni til New York. Mynd af manninum hefur vakið heimsathygli en þar sést að hann hefur hreinlega verið límdur við sæti sitt. 4. janúar 2013 11:17 Flugdólgurinn vekur heimsathygli Útreiðin sem flugdólgurinn hefur fengið vekur sitt á hvað aðdáun eða óhug. 4. janúar 2013 21:44 Farþegar óttuðust slagsmál yfir miðju Atlantshafi Flugdólgur í vél Icelandair káfaði á andlitum kvenna og reyndi að stofna til illinda við menn. 4. janúar 2013 19:37 Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira
Farþegi sem binda þurfti niður og líma við sæti sitt í flugi frá Íslandi til Bandaríkjanna í janúar 2013 hefur náð sáttum við flugfélagið Icelandair. „Honum stendur til boða að fljúga með Icelandair á ný,“ staðfestir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, í samtali við Vísi. Maðurinn var kallaður íslenski flugdólgurinn í fjölmiðlum en hann sýndi ógnandi tilburði, réðst á annan farþega í vélinni og hrækti á fólk. Málið vakti gríðarlega athygli hér á landi og víðar eftir að mynd af manninum birtist á samskiptamiðlinum Reddit. Í kjölfar atviksins var manninum meinað að fljúga með flugfélaginu. Að sögn Guðjóns sýndi maðurinn mikla iðrun eftir atvikið. „Hann baðst afsökunar á sinni hegðun.“Flýgur í fylgd ábyrgðarmanns „Hann hefur ekkert flogið með okkur síðan þetta gerðist,“ segir Guðjón þó en maðurinn er íslenskur ríkisborgari sem búsettur er erlendis. „Nú fengi hann að fljúga en það yrði þá í fylgd ábyrgðarmanns.“ Málið hafði nokkra eftirmála auk flugbanns Icelandair. Maðurinn var handtekinn við komu á JFK flugvöll í New York og fluttur á sjúkrahús vegna ölvunar. Icelandair kærði manninn síðan í kjölfarið. Engin niðurstaða hefur fengist úr kærunni. „Farþeginn var kærður til lögreglunnar á sínum tíma. Málið hefur verið til skoðunar hjá lögreglustjóraembættinu á Suðurnesjum síðan,“ segir Guðjón. Samkvæmt heimildum Vísis fer Jóhannes Jensson, yfirmaður rannsóknardeildar á Suðurnesjum, með málið en ekki náðist í hann við gerð fréttarinnar. Engar frekari upplýsingar fengust hjá embættinu um hvers vegna málið er enn á rannsóknarstigi.
Tengdar fréttir Farþegum brugðið þegar flugdólgurinn var handtekinn Fólki í vél Icelandair, sem flaug frá Íslandi til New York í gær, var mjög brugðið eftir að flugdólgur var handtekinn í vélinni. Maðurinn hafði verið með allmikil læti þegar hann var loks yfirbugaður af áhöfn vélarinnar og farþegum. 4. janúar 2013 15:32 Flugdólgur yfirbugaður af farþegum hjá Icelandair Karlmaður var yfirbugaður af farþegum og áhöfn flugvélar Icelandair sem var á leiðinni til New York. Mynd af manninum hefur vakið heimsathygli en þar sést að hann hefur hreinlega verið límdur við sæti sitt. 4. janúar 2013 11:17 Flugdólgurinn vekur heimsathygli Útreiðin sem flugdólgurinn hefur fengið vekur sitt á hvað aðdáun eða óhug. 4. janúar 2013 21:44 Farþegar óttuðust slagsmál yfir miðju Atlantshafi Flugdólgur í vél Icelandair káfaði á andlitum kvenna og reyndi að stofna til illinda við menn. 4. janúar 2013 19:37 Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira
Farþegum brugðið þegar flugdólgurinn var handtekinn Fólki í vél Icelandair, sem flaug frá Íslandi til New York í gær, var mjög brugðið eftir að flugdólgur var handtekinn í vélinni. Maðurinn hafði verið með allmikil læti þegar hann var loks yfirbugaður af áhöfn vélarinnar og farþegum. 4. janúar 2013 15:32
Flugdólgur yfirbugaður af farþegum hjá Icelandair Karlmaður var yfirbugaður af farþegum og áhöfn flugvélar Icelandair sem var á leiðinni til New York. Mynd af manninum hefur vakið heimsathygli en þar sést að hann hefur hreinlega verið límdur við sæti sitt. 4. janúar 2013 11:17
Flugdólgurinn vekur heimsathygli Útreiðin sem flugdólgurinn hefur fengið vekur sitt á hvað aðdáun eða óhug. 4. janúar 2013 21:44
Farþegar óttuðust slagsmál yfir miðju Atlantshafi Flugdólgur í vél Icelandair káfaði á andlitum kvenna og reyndi að stofna til illinda við menn. 4. janúar 2013 19:37