Mamma stolt: Fjölmiðlafár um ákvörðun Arons tók ekki á fjölskylduna Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 12. júní 2014 14:11 Foreldrarnir eru stoltir af syninum. Hér sést hann í landsliðsbúningi Bandaríkjamanna. „Ég held að maður sé ekki alveg að meðtaka þetta,“ segir Helga Guðmundsdóttir, mamma Arons Jóhannssonar leikmanns bandaríska landsliðsins í fótbolta. En eins og flestum er kunnugt hefst Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla í dag og tekur Aron þátt í mótinu, fyrstur Íslendinga. Foreldrar Arons, Helga og Jóhann Gíslason, ætla að fara til Brasilíu til að fylgjast með drengnum sínum keppa á mótinu. „Við ætlum ekki að sjá fyrsta leikinn en stefnum á að sjá hina leikina tvo.“ Þau fljúga til Brasilíu þann 19. júní. „Við erum að fara á vegum US Soccer, þeir eru með þaulskipulagt familíu prógramm fyrir okkur.“ US Soccer hefur pantað hótel fyrir fjölskyldur allra leikmanna, leigt sérstakar rútur og flugvélar fyrir ferðirnar frá hótelinu að leikvangnum þar sem bandaríska liðið kemur til með að spila. „Manni finnst það svolítið skrýtið en liðið, bandaríska, er staðsett í Sao Paulo en spilar engan af sínum leikjum þar. Þannig að liðið, og fjölskyldurnar, þurfa að fljúga þrjá til fjóra tíma á hvern einasta leik.“ Helga hefur ekki trú á öðru en að hún fái að verja einhverjum tíma með syni sínum en auk þess fá foreldrar leikmanna tækifæri til að kynnast innbyrðis. „Þetta er ábyggilega bara eins og að fara til Eyja með Fjölnismönnum,“ segir Helga og hlær. „Þetta er örugglega mikið návígi.“ Aron spilaði með Fjölni hér á Íslandi áður en hann flutti utan og fór að spila fótbolta í Danmörku og nú Hollandi. Foreldrar Arons ásamt syni sínum við útskrift hans úr Pendleton High School árið 2008.Mynd úr einkasafniFaðirinn fyrstur með hugmyndina um bandaríska landsliðstreyju Helga segir fjölskylduna að vonum rosalega stolta yfir þessum árangri. En gerðuð þið einhvern tímann ráð fyrir því að hann myndi ná svona langt? „Já,“ svarar hún óhikandi. „Pabbi hans hafði alltaf trú á því,“ bætir hún við. Í myndbandinu sem fylgir með fréttinni er örstutt en einlægt viðtal við Aron. Þar talar hann um óbilandi trú föður síns. „Pabbi var líkast til minn stærsti aðdáandi þegar ég var lítill,“ segir Aron í myndbandinu. Hann bætir við að það hafi farið örlítið í taugarnar á honum þegar hann var lítill hvað pabbi hans var gjarn á að taka myndavélina með á völlinn en það hafi breyst í dag. Þar kemur einnig fram að pabbi hans hafi verið sá fyrsti til að hvetja hann til þess að spila með Bandaríkjunum. „Ég sagði bara við hann: „Hættu þessu, það mun aldrei gerast.“ Draumurinn var alltof langt í burtu geri ég ráð fyrir,“ segir Aron. Stóðu með syni sínum – ákvörðunin sem hann tók var rétt„Það var enginn hér sem tók þetta neitt sérstaklega inn á sig,“ svarar Helga spurð að því hvort að það hafi ekki tekið á fjölskylduna það fjölmiðlafár sem varð í kringum ákvörðun Arons um að kjósa heldur að spila með bandaríska landsliðinu heldur en því íslenska. „Það mega bara allir hafa sína skoðun. Þannig er það bara. Við höfðum engar áhyggjur af þessu.“ Helga segist aldrei hafa annað en stutt son sinn í þeirri ákvörðun sem hann tók. „Hvaða ákvörðun sem hann hefði tekið, að spila með því bandaríska eða íslenska, þá hefði það verið rétt. Auðvitað spurði hann okkur álits, en þetta var alfarið í hans höndum. En hann tók rétta ákvörðun að lokum, ég trúi því.“ Nærmynd verður um Aron í Íslandi í dag í kvöld klukkan 18.54 á Stöð 2. Verður þar rætt við fleiri ættingja hans og vini. Tengdar fréttir Kevin Bacon er heppinn að líkjast mér "Pabbi er aðdáandi númer eitt," segir Aron Jóhannsson, framherji bandaríska landsliðsins og AZ Alkmaar, í stuttu innslagi í myndbandsröð þar sem allir 23 leikmennirnir í bandaríska hópnum sem fer á HM í Brasilíu segja sína sögu. 9. júní 2014 13:15 Aron: Ég vonaði að Ísland kæmist á HM Aron Jóhannsson, framherji AZ Alkmaar og bandaríska landsliðsins, var í ítarlegu viðtali í sérstöku HM-blaði tímaritsins Howler Magazine. 9. júní 2014 10:00 Aron fer á HM í Brasilíu Aron Jóhannsson verður fyrsti Íslendingurinn til að spila í heimsmeistarakeppninni í fótbolta en hann er í 23 manna HM-hóp bandaríska landsliðsins. 22. maí 2014 21:46 Aron Jóhannsson skoraði og klipinn í punginn Aron Jóhannsson skoraði seinna mark AZ í 2-2 jafntefli gegn botnliði Roda í hollensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. AZ er í sjöunda sæti deildarinnar þegar þrjár umferðir eru eftir. 6. apríl 2014 16:20 Ísland í dag: Aron tók rétta ákvörðun Aron Jóhannsson er nú staddur í Brasilíu þar sem hann tekur þátt í heimsmeistaramótinu í knattspyrnu með landsliði Bandaríkjanna. Mótið hefst í dag. 12. júní 2014 16:00 Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Erlent Fleiri fréttir Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Sjá meira
„Ég held að maður sé ekki alveg að meðtaka þetta,“ segir Helga Guðmundsdóttir, mamma Arons Jóhannssonar leikmanns bandaríska landsliðsins í fótbolta. En eins og flestum er kunnugt hefst Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla í dag og tekur Aron þátt í mótinu, fyrstur Íslendinga. Foreldrar Arons, Helga og Jóhann Gíslason, ætla að fara til Brasilíu til að fylgjast með drengnum sínum keppa á mótinu. „Við ætlum ekki að sjá fyrsta leikinn en stefnum á að sjá hina leikina tvo.“ Þau fljúga til Brasilíu þann 19. júní. „Við erum að fara á vegum US Soccer, þeir eru með þaulskipulagt familíu prógramm fyrir okkur.“ US Soccer hefur pantað hótel fyrir fjölskyldur allra leikmanna, leigt sérstakar rútur og flugvélar fyrir ferðirnar frá hótelinu að leikvangnum þar sem bandaríska liðið kemur til með að spila. „Manni finnst það svolítið skrýtið en liðið, bandaríska, er staðsett í Sao Paulo en spilar engan af sínum leikjum þar. Þannig að liðið, og fjölskyldurnar, þurfa að fljúga þrjá til fjóra tíma á hvern einasta leik.“ Helga hefur ekki trú á öðru en að hún fái að verja einhverjum tíma með syni sínum en auk þess fá foreldrar leikmanna tækifæri til að kynnast innbyrðis. „Þetta er ábyggilega bara eins og að fara til Eyja með Fjölnismönnum,“ segir Helga og hlær. „Þetta er örugglega mikið návígi.“ Aron spilaði með Fjölni hér á Íslandi áður en hann flutti utan og fór að spila fótbolta í Danmörku og nú Hollandi. Foreldrar Arons ásamt syni sínum við útskrift hans úr Pendleton High School árið 2008.Mynd úr einkasafniFaðirinn fyrstur með hugmyndina um bandaríska landsliðstreyju Helga segir fjölskylduna að vonum rosalega stolta yfir þessum árangri. En gerðuð þið einhvern tímann ráð fyrir því að hann myndi ná svona langt? „Já,“ svarar hún óhikandi. „Pabbi hans hafði alltaf trú á því,“ bætir hún við. Í myndbandinu sem fylgir með fréttinni er örstutt en einlægt viðtal við Aron. Þar talar hann um óbilandi trú föður síns. „Pabbi var líkast til minn stærsti aðdáandi þegar ég var lítill,“ segir Aron í myndbandinu. Hann bætir við að það hafi farið örlítið í taugarnar á honum þegar hann var lítill hvað pabbi hans var gjarn á að taka myndavélina með á völlinn en það hafi breyst í dag. Þar kemur einnig fram að pabbi hans hafi verið sá fyrsti til að hvetja hann til þess að spila með Bandaríkjunum. „Ég sagði bara við hann: „Hættu þessu, það mun aldrei gerast.“ Draumurinn var alltof langt í burtu geri ég ráð fyrir,“ segir Aron. Stóðu með syni sínum – ákvörðunin sem hann tók var rétt„Það var enginn hér sem tók þetta neitt sérstaklega inn á sig,“ svarar Helga spurð að því hvort að það hafi ekki tekið á fjölskylduna það fjölmiðlafár sem varð í kringum ákvörðun Arons um að kjósa heldur að spila með bandaríska landsliðinu heldur en því íslenska. „Það mega bara allir hafa sína skoðun. Þannig er það bara. Við höfðum engar áhyggjur af þessu.“ Helga segist aldrei hafa annað en stutt son sinn í þeirri ákvörðun sem hann tók. „Hvaða ákvörðun sem hann hefði tekið, að spila með því bandaríska eða íslenska, þá hefði það verið rétt. Auðvitað spurði hann okkur álits, en þetta var alfarið í hans höndum. En hann tók rétta ákvörðun að lokum, ég trúi því.“ Nærmynd verður um Aron í Íslandi í dag í kvöld klukkan 18.54 á Stöð 2. Verður þar rætt við fleiri ættingja hans og vini.
Tengdar fréttir Kevin Bacon er heppinn að líkjast mér "Pabbi er aðdáandi númer eitt," segir Aron Jóhannsson, framherji bandaríska landsliðsins og AZ Alkmaar, í stuttu innslagi í myndbandsröð þar sem allir 23 leikmennirnir í bandaríska hópnum sem fer á HM í Brasilíu segja sína sögu. 9. júní 2014 13:15 Aron: Ég vonaði að Ísland kæmist á HM Aron Jóhannsson, framherji AZ Alkmaar og bandaríska landsliðsins, var í ítarlegu viðtali í sérstöku HM-blaði tímaritsins Howler Magazine. 9. júní 2014 10:00 Aron fer á HM í Brasilíu Aron Jóhannsson verður fyrsti Íslendingurinn til að spila í heimsmeistarakeppninni í fótbolta en hann er í 23 manna HM-hóp bandaríska landsliðsins. 22. maí 2014 21:46 Aron Jóhannsson skoraði og klipinn í punginn Aron Jóhannsson skoraði seinna mark AZ í 2-2 jafntefli gegn botnliði Roda í hollensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. AZ er í sjöunda sæti deildarinnar þegar þrjár umferðir eru eftir. 6. apríl 2014 16:20 Ísland í dag: Aron tók rétta ákvörðun Aron Jóhannsson er nú staddur í Brasilíu þar sem hann tekur þátt í heimsmeistaramótinu í knattspyrnu með landsliði Bandaríkjanna. Mótið hefst í dag. 12. júní 2014 16:00 Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Erlent Fleiri fréttir Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Sjá meira
Kevin Bacon er heppinn að líkjast mér "Pabbi er aðdáandi númer eitt," segir Aron Jóhannsson, framherji bandaríska landsliðsins og AZ Alkmaar, í stuttu innslagi í myndbandsröð þar sem allir 23 leikmennirnir í bandaríska hópnum sem fer á HM í Brasilíu segja sína sögu. 9. júní 2014 13:15
Aron: Ég vonaði að Ísland kæmist á HM Aron Jóhannsson, framherji AZ Alkmaar og bandaríska landsliðsins, var í ítarlegu viðtali í sérstöku HM-blaði tímaritsins Howler Magazine. 9. júní 2014 10:00
Aron fer á HM í Brasilíu Aron Jóhannsson verður fyrsti Íslendingurinn til að spila í heimsmeistarakeppninni í fótbolta en hann er í 23 manna HM-hóp bandaríska landsliðsins. 22. maí 2014 21:46
Aron Jóhannsson skoraði og klipinn í punginn Aron Jóhannsson skoraði seinna mark AZ í 2-2 jafntefli gegn botnliði Roda í hollensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. AZ er í sjöunda sæti deildarinnar þegar þrjár umferðir eru eftir. 6. apríl 2014 16:20
Ísland í dag: Aron tók rétta ákvörðun Aron Jóhannsson er nú staddur í Brasilíu þar sem hann tekur þátt í heimsmeistaramótinu í knattspyrnu með landsliði Bandaríkjanna. Mótið hefst í dag. 12. júní 2014 16:00