Innlent

Tíu mánaða fangelsi fyrir brot á þrettán ára stelpu

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Pjetur
Karlmaður var dæmdur til tíu mánaða fangelsisvistar af Hæstarétti, fyrir að hafa sleikt kynfæri á þrettán ára stúlku og greitt henni 25 þúsund krónur fyrir. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði dæmt manninn til fimmtán mánaða fangelsisveistar.

Sökum þess að meðferð málsins drógst, maðurinn hafi leitað sér sálfræðiaðstoðar og greitt stúlkunni skaðabætur og bætur vegna kostnaðar lögmanns, var refsing mannsins ákveðin fangelsi í tíu mánuði í Hæstarétti. Þar af eru átta mánuðir skilorðsbundnir til þriggja ára.

Ríkissaksóknari skaut málinu til hæstaréttar, en maðurinn hafði verið dæmdur til 15 mánaða fangelsisvistar í Héraðsdómi Reykjavíkur. Maðurinn krafðist þess að refsing hans yrði milduð.

Héraðsdómur hafði kokmist að þeirri niðurstöðu að maðurinn væri í gáleysi um aldur stúlkunnar. Tölvupóstasamskipti þeirra sýndu að hún hafði sagst vera 17 ára að verða 18. Þá mun hún hafa gefið sama svar þegar maðurinn hitti hana. Álit dómsins var að ekki hefði verið hægt að slá því á föstu að hún væri yngri en 15 ára miðað við svör hennar og útlit.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×