Innlent

Olli árekstri og ók af vettvangi

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/gva
Þriggja bíla árekstur varð á Sæbraut um klukkan ellefu í dag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu ók sá sem olli árekstrinum, karlmaður á fimmtugsaldri, af vettvangi en var handtekinn skömmu síðar.

Maðurinn var áberandi ölvaður og er hann nú vistaður á lögreglustöð þar til hann verður hæfur til skýrslutöku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×