Skotárásin í Hraunbæ: „Kerfið gafst upp á honum“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. júní 2014 14:05 Vísir/Pjetur „Það er ekkert að gerast sem bendir til þess að lærdómur sé dreginn af þessum hrikalega atburði,“ segir Gunnar Kr. Jónasson, bróðir Sævars Rafns Jónassonar sem féll fyrir hendi lögreglu í skotárás í Hraunbæ þann 2. desember í fyrra. Gunnar segir um sorglegan atburð að ræða en kerfið verði að læra af honum. „Að planta þessum manni í íbúðarblokk er fullkomlega fáránlegt. Af því að kerfið gafst upp á honum. Þeir réðu ekki við hann. Hann var of erfiður fyrir kerfið. En það eiga allir rétt á því að lifa hvernig sem þú ert,“ segir Gunnar. Um Excel-stjórnmál sé að ræða. „Það er horft á krónur og aura en ekki raunveruleikann. Svo er beðið eftir að allt fari í kássu.“Brunnurinn ekki byrgður Gunnar virkar vonlítill að eitthvað muni breytast er varði málefni fólks sem glími við geðræna erfiðleika líkt og Sævar heitinn. „Maður vonaðist svo til að eitthvað gerðist. Eitthvað yrði gert í málefnum þessa fólks sem er sjálfu sér og öðrum hættulegt í samfélaginu. Því sé ekki plantað eins og hverju öðru heilbrigðu fólki út um allt,“ segir Gunnar. Hins vegar sé alltaf beðið. „Alveg sama þótt margsinnis sé búið að láta lögregluna vita að hann hafi verið að hóta fjölskyldunni og hinum og þessum er samt beðið af því hann hefur ekki gert neitt ennþá. Það þarf alltaf að bíða eftir að skaðinn er skeður og þá er hægt að gera eitthvað. Það má ekki byrgja brunninn áður en barnið dettur ofan í hann,“ segir Gunnar. Fyrst verði einhver að detta ofan í brunninn. „Fólk verður helst að deyja og þá er fólki sagt að fara varlega í kringum brunninn. Í stað þess að byrgja brunninn.“Er ríkissaksóknari rétti aðilinn til þess að rannsaka málsatvik? Gunnar hafði ekki séð greinargerð Ríkissaksóknara þegar Vísir ræddi við hann í dag. Hann vildi því ekki tjá sig beint um aðgerðir lögreglu en benti á grein Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur sem birtist fyrir tíu dögum í Kvennablaðinu. Þar rekur Þórhildur aðgerðirnar nóttina örlagaríku og veltir fyrir sér hvort rétt sé að ríkissaksóknari fari með rannsókn á aðgerðum lögreglu. „Þeir starfsmenn embættis sérstaks saksóknara og lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, þ.m.t. starsmenn tæknideildar, starfa undir beinni stjórn ríkissaksóknara við rannsókn málsins. Ríkissaksóknari fær þá að láni ef svo má að orði komast. Þeirra daglegu yfirmenn hafa hins vegar ekkert yfir þeim að segja við þessa rannsókn ríkissaksóknara á atvikum í Hraunbæ 20,“ skrifar Þórhildur í grein sinni. Enginn lögreglumaður hafi verið látinn víkja á meðan á rannsókn málsins stóð. „Verður ekki að teljast bráðnauðsynlegt að rannsókn á dauðsfalli af völdum lögregluaðgerða sé yfir alla gagnrýni hafin? Spurningin um hver skal gæta gæslumannanna er ekki ný af nálinni og hún á sannarlega vel við hér. Er það virkilega ásættanlegt að lögreglumenn rannsaki lögreglumenn sem tilheyra sama umdæmi og þeir sjálfir?“ Von er á greinargerð frá Ríkissaksóknara klukkan 14 í dag en embættið hefur farið með rannsókn á aðgerðum lögreglu undanfarið hálft ár.Eru ráðherrarnir sofandi? Gunnar segir mörgum spurningum ósvarað. Ráðherrar verði að gera eitthvað. „Hefur einhver umræða eða stefnubreyting orðin innan ráðuneytisins eftir atburðinn? Sofnuðu bara allir? Var þessi frétt eins og hver önnur og svo leið þetta hjá. Er bara meiningin að gera ekki neitt?“ segir Gunnar. „Hefur Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra sett á fót faghóp til að skoða þetta mál?“ segir Gunnar og bendir á að aðstöðu þurfi til að nauðungarvista fólk hér á landi. Þá þurfi innanríkisráðherra sömuleiðis að svara spurningum „Í hvernig ástandi voru lögreglumennirnir sem voru þarna. Mörgum spurningum er enn ósvarað í þessu máli.“ Hann veltir fyrir sér hvort lögregluembættið sé það fjársvelt að það hafi aðeins efni á manni til að svara í símann og láta vita að ekkert sé hægt að gera. Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Sjá meira
„Það er ekkert að gerast sem bendir til þess að lærdómur sé dreginn af þessum hrikalega atburði,“ segir Gunnar Kr. Jónasson, bróðir Sævars Rafns Jónassonar sem féll fyrir hendi lögreglu í skotárás í Hraunbæ þann 2. desember í fyrra. Gunnar segir um sorglegan atburð að ræða en kerfið verði að læra af honum. „Að planta þessum manni í íbúðarblokk er fullkomlega fáránlegt. Af því að kerfið gafst upp á honum. Þeir réðu ekki við hann. Hann var of erfiður fyrir kerfið. En það eiga allir rétt á því að lifa hvernig sem þú ert,“ segir Gunnar. Um Excel-stjórnmál sé að ræða. „Það er horft á krónur og aura en ekki raunveruleikann. Svo er beðið eftir að allt fari í kássu.“Brunnurinn ekki byrgður Gunnar virkar vonlítill að eitthvað muni breytast er varði málefni fólks sem glími við geðræna erfiðleika líkt og Sævar heitinn. „Maður vonaðist svo til að eitthvað gerðist. Eitthvað yrði gert í málefnum þessa fólks sem er sjálfu sér og öðrum hættulegt í samfélaginu. Því sé ekki plantað eins og hverju öðru heilbrigðu fólki út um allt,“ segir Gunnar. Hins vegar sé alltaf beðið. „Alveg sama þótt margsinnis sé búið að láta lögregluna vita að hann hafi verið að hóta fjölskyldunni og hinum og þessum er samt beðið af því hann hefur ekki gert neitt ennþá. Það þarf alltaf að bíða eftir að skaðinn er skeður og þá er hægt að gera eitthvað. Það má ekki byrgja brunninn áður en barnið dettur ofan í hann,“ segir Gunnar. Fyrst verði einhver að detta ofan í brunninn. „Fólk verður helst að deyja og þá er fólki sagt að fara varlega í kringum brunninn. Í stað þess að byrgja brunninn.“Er ríkissaksóknari rétti aðilinn til þess að rannsaka málsatvik? Gunnar hafði ekki séð greinargerð Ríkissaksóknara þegar Vísir ræddi við hann í dag. Hann vildi því ekki tjá sig beint um aðgerðir lögreglu en benti á grein Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur sem birtist fyrir tíu dögum í Kvennablaðinu. Þar rekur Þórhildur aðgerðirnar nóttina örlagaríku og veltir fyrir sér hvort rétt sé að ríkissaksóknari fari með rannsókn á aðgerðum lögreglu. „Þeir starfsmenn embættis sérstaks saksóknara og lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, þ.m.t. starsmenn tæknideildar, starfa undir beinni stjórn ríkissaksóknara við rannsókn málsins. Ríkissaksóknari fær þá að láni ef svo má að orði komast. Þeirra daglegu yfirmenn hafa hins vegar ekkert yfir þeim að segja við þessa rannsókn ríkissaksóknara á atvikum í Hraunbæ 20,“ skrifar Þórhildur í grein sinni. Enginn lögreglumaður hafi verið látinn víkja á meðan á rannsókn málsins stóð. „Verður ekki að teljast bráðnauðsynlegt að rannsókn á dauðsfalli af völdum lögregluaðgerða sé yfir alla gagnrýni hafin? Spurningin um hver skal gæta gæslumannanna er ekki ný af nálinni og hún á sannarlega vel við hér. Er það virkilega ásættanlegt að lögreglumenn rannsaki lögreglumenn sem tilheyra sama umdæmi og þeir sjálfir?“ Von er á greinargerð frá Ríkissaksóknara klukkan 14 í dag en embættið hefur farið með rannsókn á aðgerðum lögreglu undanfarið hálft ár.Eru ráðherrarnir sofandi? Gunnar segir mörgum spurningum ósvarað. Ráðherrar verði að gera eitthvað. „Hefur einhver umræða eða stefnubreyting orðin innan ráðuneytisins eftir atburðinn? Sofnuðu bara allir? Var þessi frétt eins og hver önnur og svo leið þetta hjá. Er bara meiningin að gera ekki neitt?“ segir Gunnar. „Hefur Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra sett á fót faghóp til að skoða þetta mál?“ segir Gunnar og bendir á að aðstöðu þurfi til að nauðungarvista fólk hér á landi. Þá þurfi innanríkisráðherra sömuleiðis að svara spurningum „Í hvernig ástandi voru lögreglumennirnir sem voru þarna. Mörgum spurningum er enn ósvarað í þessu máli.“ Hann veltir fyrir sér hvort lögregluembættið sé það fjársvelt að það hafi aðeins efni á manni til að svara í símann og láta vita að ekkert sé hægt að gera.
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Sjá meira