Skotárásin í Hraunbæ: „Kerfið gafst upp á honum“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. júní 2014 14:05 Vísir/Pjetur „Það er ekkert að gerast sem bendir til þess að lærdómur sé dreginn af þessum hrikalega atburði,“ segir Gunnar Kr. Jónasson, bróðir Sævars Rafns Jónassonar sem féll fyrir hendi lögreglu í skotárás í Hraunbæ þann 2. desember í fyrra. Gunnar segir um sorglegan atburð að ræða en kerfið verði að læra af honum. „Að planta þessum manni í íbúðarblokk er fullkomlega fáránlegt. Af því að kerfið gafst upp á honum. Þeir réðu ekki við hann. Hann var of erfiður fyrir kerfið. En það eiga allir rétt á því að lifa hvernig sem þú ert,“ segir Gunnar. Um Excel-stjórnmál sé að ræða. „Það er horft á krónur og aura en ekki raunveruleikann. Svo er beðið eftir að allt fari í kássu.“Brunnurinn ekki byrgður Gunnar virkar vonlítill að eitthvað muni breytast er varði málefni fólks sem glími við geðræna erfiðleika líkt og Sævar heitinn. „Maður vonaðist svo til að eitthvað gerðist. Eitthvað yrði gert í málefnum þessa fólks sem er sjálfu sér og öðrum hættulegt í samfélaginu. Því sé ekki plantað eins og hverju öðru heilbrigðu fólki út um allt,“ segir Gunnar. Hins vegar sé alltaf beðið. „Alveg sama þótt margsinnis sé búið að láta lögregluna vita að hann hafi verið að hóta fjölskyldunni og hinum og þessum er samt beðið af því hann hefur ekki gert neitt ennþá. Það þarf alltaf að bíða eftir að skaðinn er skeður og þá er hægt að gera eitthvað. Það má ekki byrgja brunninn áður en barnið dettur ofan í hann,“ segir Gunnar. Fyrst verði einhver að detta ofan í brunninn. „Fólk verður helst að deyja og þá er fólki sagt að fara varlega í kringum brunninn. Í stað þess að byrgja brunninn.“Er ríkissaksóknari rétti aðilinn til þess að rannsaka málsatvik? Gunnar hafði ekki séð greinargerð Ríkissaksóknara þegar Vísir ræddi við hann í dag. Hann vildi því ekki tjá sig beint um aðgerðir lögreglu en benti á grein Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur sem birtist fyrir tíu dögum í Kvennablaðinu. Þar rekur Þórhildur aðgerðirnar nóttina örlagaríku og veltir fyrir sér hvort rétt sé að ríkissaksóknari fari með rannsókn á aðgerðum lögreglu. „Þeir starfsmenn embættis sérstaks saksóknara og lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, þ.m.t. starsmenn tæknideildar, starfa undir beinni stjórn ríkissaksóknara við rannsókn málsins. Ríkissaksóknari fær þá að láni ef svo má að orði komast. Þeirra daglegu yfirmenn hafa hins vegar ekkert yfir þeim að segja við þessa rannsókn ríkissaksóknara á atvikum í Hraunbæ 20,“ skrifar Þórhildur í grein sinni. Enginn lögreglumaður hafi verið látinn víkja á meðan á rannsókn málsins stóð. „Verður ekki að teljast bráðnauðsynlegt að rannsókn á dauðsfalli af völdum lögregluaðgerða sé yfir alla gagnrýni hafin? Spurningin um hver skal gæta gæslumannanna er ekki ný af nálinni og hún á sannarlega vel við hér. Er það virkilega ásættanlegt að lögreglumenn rannsaki lögreglumenn sem tilheyra sama umdæmi og þeir sjálfir?“ Von er á greinargerð frá Ríkissaksóknara klukkan 14 í dag en embættið hefur farið með rannsókn á aðgerðum lögreglu undanfarið hálft ár.Eru ráðherrarnir sofandi? Gunnar segir mörgum spurningum ósvarað. Ráðherrar verði að gera eitthvað. „Hefur einhver umræða eða stefnubreyting orðin innan ráðuneytisins eftir atburðinn? Sofnuðu bara allir? Var þessi frétt eins og hver önnur og svo leið þetta hjá. Er bara meiningin að gera ekki neitt?“ segir Gunnar. „Hefur Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra sett á fót faghóp til að skoða þetta mál?“ segir Gunnar og bendir á að aðstöðu þurfi til að nauðungarvista fólk hér á landi. Þá þurfi innanríkisráðherra sömuleiðis að svara spurningum „Í hvernig ástandi voru lögreglumennirnir sem voru þarna. Mörgum spurningum er enn ósvarað í þessu máli.“ Hann veltir fyrir sér hvort lögregluembættið sé það fjársvelt að það hafi aðeins efni á manni til að svara í símann og láta vita að ekkert sé hægt að gera. Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fleiri fréttir Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Sjá meira
„Það er ekkert að gerast sem bendir til þess að lærdómur sé dreginn af þessum hrikalega atburði,“ segir Gunnar Kr. Jónasson, bróðir Sævars Rafns Jónassonar sem féll fyrir hendi lögreglu í skotárás í Hraunbæ þann 2. desember í fyrra. Gunnar segir um sorglegan atburð að ræða en kerfið verði að læra af honum. „Að planta þessum manni í íbúðarblokk er fullkomlega fáránlegt. Af því að kerfið gafst upp á honum. Þeir réðu ekki við hann. Hann var of erfiður fyrir kerfið. En það eiga allir rétt á því að lifa hvernig sem þú ert,“ segir Gunnar. Um Excel-stjórnmál sé að ræða. „Það er horft á krónur og aura en ekki raunveruleikann. Svo er beðið eftir að allt fari í kássu.“Brunnurinn ekki byrgður Gunnar virkar vonlítill að eitthvað muni breytast er varði málefni fólks sem glími við geðræna erfiðleika líkt og Sævar heitinn. „Maður vonaðist svo til að eitthvað gerðist. Eitthvað yrði gert í málefnum þessa fólks sem er sjálfu sér og öðrum hættulegt í samfélaginu. Því sé ekki plantað eins og hverju öðru heilbrigðu fólki út um allt,“ segir Gunnar. Hins vegar sé alltaf beðið. „Alveg sama þótt margsinnis sé búið að láta lögregluna vita að hann hafi verið að hóta fjölskyldunni og hinum og þessum er samt beðið af því hann hefur ekki gert neitt ennþá. Það þarf alltaf að bíða eftir að skaðinn er skeður og þá er hægt að gera eitthvað. Það má ekki byrgja brunninn áður en barnið dettur ofan í hann,“ segir Gunnar. Fyrst verði einhver að detta ofan í brunninn. „Fólk verður helst að deyja og þá er fólki sagt að fara varlega í kringum brunninn. Í stað þess að byrgja brunninn.“Er ríkissaksóknari rétti aðilinn til þess að rannsaka málsatvik? Gunnar hafði ekki séð greinargerð Ríkissaksóknara þegar Vísir ræddi við hann í dag. Hann vildi því ekki tjá sig beint um aðgerðir lögreglu en benti á grein Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur sem birtist fyrir tíu dögum í Kvennablaðinu. Þar rekur Þórhildur aðgerðirnar nóttina örlagaríku og veltir fyrir sér hvort rétt sé að ríkissaksóknari fari með rannsókn á aðgerðum lögreglu. „Þeir starfsmenn embættis sérstaks saksóknara og lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, þ.m.t. starsmenn tæknideildar, starfa undir beinni stjórn ríkissaksóknara við rannsókn málsins. Ríkissaksóknari fær þá að láni ef svo má að orði komast. Þeirra daglegu yfirmenn hafa hins vegar ekkert yfir þeim að segja við þessa rannsókn ríkissaksóknara á atvikum í Hraunbæ 20,“ skrifar Þórhildur í grein sinni. Enginn lögreglumaður hafi verið látinn víkja á meðan á rannsókn málsins stóð. „Verður ekki að teljast bráðnauðsynlegt að rannsókn á dauðsfalli af völdum lögregluaðgerða sé yfir alla gagnrýni hafin? Spurningin um hver skal gæta gæslumannanna er ekki ný af nálinni og hún á sannarlega vel við hér. Er það virkilega ásættanlegt að lögreglumenn rannsaki lögreglumenn sem tilheyra sama umdæmi og þeir sjálfir?“ Von er á greinargerð frá Ríkissaksóknara klukkan 14 í dag en embættið hefur farið með rannsókn á aðgerðum lögreglu undanfarið hálft ár.Eru ráðherrarnir sofandi? Gunnar segir mörgum spurningum ósvarað. Ráðherrar verði að gera eitthvað. „Hefur einhver umræða eða stefnubreyting orðin innan ráðuneytisins eftir atburðinn? Sofnuðu bara allir? Var þessi frétt eins og hver önnur og svo leið þetta hjá. Er bara meiningin að gera ekki neitt?“ segir Gunnar. „Hefur Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra sett á fót faghóp til að skoða þetta mál?“ segir Gunnar og bendir á að aðstöðu þurfi til að nauðungarvista fólk hér á landi. Þá þurfi innanríkisráðherra sömuleiðis að svara spurningum „Í hvernig ástandi voru lögreglumennirnir sem voru þarna. Mörgum spurningum er enn ósvarað í þessu máli.“ Hann veltir fyrir sér hvort lögregluembættið sé það fjársvelt að það hafi aðeins efni á manni til að svara í símann og láta vita að ekkert sé hægt að gera.
Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fleiri fréttir Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Sjá meira