Dularfulla hundshvarfið á Miðnesheiði Jakob Bjarnar skrifar 16. júní 2014 07:44 Border Collie-hundurinn Hunter er enn ófundinn, svo virðist sem hann hafi horfið á Miðnesheiði. Border Collie hundsins Hunter er enn leitað á Miðnesheiði eftir að hann slapp úr búri sínu á Keflavíkurflugvelli á föstudag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni nú í morgun er hundurinn enn ófundinn. Verið var að flytja Hunter yfir Atlantshafið. Þegar flugvallarstarfsmenn voru að færa búr dýrsins milli flugvéla opnast það og hundurinn slapp. Víðtæk leit stóð yfir á Suðurnesjum í gær, þar á meðal var flogið yfir svæðið í þyrlu og lögregla og björgunarsveitarmenn óku um slóða á Miðnesheiði, þar sem talið er að hafi sést til hundsins á föstudagskvöld. En, án árangurs. Leit hófst svo aftur í morgun klukkan níu. Eigandinn, sænsk kona búsett í Bandaríkjunum, er mjög ósátt við hvernig staðið hefur verið að málum og hefur heitið fundarlaunum sem nemur 200 þúsund krónum.Icelandair bauð tvo flugmiða í fundarlaun hverjum sem hefði hendur í hári Hunter. Málið er litið alvarlegum augum því strangar reglur gilda um innflutning hunda til Íslands og er tilgangur þeirra að tryggja eins og best verður á kosið að ekki berist til landsins ný smitefni.Árni Stefán dýravinur hefur leitað Hunters um allt Reykjanesið en án árangurs.Kallað eftir lóðandi tíkum Þetta er dularfullt hundshvarf því Border Collie eru ekki smáhundar, heldur fjárhundar og nokkuð áberandi sem slíkir. Árni Stefán Árnason, dýralögfræðingur og yfirlýstur dýravinur, er einn þeirra sem leitað hafa Hunters. Hann segir leitina í gær ekki hafa borið tilætlaðan árangur, því það hafi einfaldlega vantað mannskap. Hann sendir brýningarorð út á Facebooksíðu sinni í nótt: „Hvar eru allir dýravinirnir. Það sást til hans vestan flugstöðvar Leifs á hlaupum norður. Brýnt er að sem flestir gefi sig fram í skipulagða leit á morgun. Mikilvægt er að fá lóðandi tíkur til að lokka Hunter. Leit hefst að nýju kl. 09.00 frá Icelandair Hotel.“ Árni Stefán, sem hefur verið í stöðugu sambandi við eigandann, hefur áður upplýst lesendur sína um að Hunter sé órólegur, eðlilega, eftir langt flug, líkast til allt að tíu klukkustundir. Hann óttist svartklætt fólk og sé frekar styggur, en hugsanlega megi lokka hann með nammi. Tengdar fréttir Tveir flugmiðar í fundarlaun Hundurinn Hunter strauk úr búri sínu á Keflavíkurflugvelli. 13. júní 2014 17:59 Eigandinn býður 200 þúsund krónur í fundarlaun Icelandair hefur áður boðið þeim sem hefur hendur í hári Hunters tvo flugmiða en leitin hefur enn engan árangur borið. 15. júní 2014 11:43 Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Fleiri fréttir Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Sjá meira
Border Collie hundsins Hunter er enn leitað á Miðnesheiði eftir að hann slapp úr búri sínu á Keflavíkurflugvelli á föstudag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni nú í morgun er hundurinn enn ófundinn. Verið var að flytja Hunter yfir Atlantshafið. Þegar flugvallarstarfsmenn voru að færa búr dýrsins milli flugvéla opnast það og hundurinn slapp. Víðtæk leit stóð yfir á Suðurnesjum í gær, þar á meðal var flogið yfir svæðið í þyrlu og lögregla og björgunarsveitarmenn óku um slóða á Miðnesheiði, þar sem talið er að hafi sést til hundsins á föstudagskvöld. En, án árangurs. Leit hófst svo aftur í morgun klukkan níu. Eigandinn, sænsk kona búsett í Bandaríkjunum, er mjög ósátt við hvernig staðið hefur verið að málum og hefur heitið fundarlaunum sem nemur 200 þúsund krónum.Icelandair bauð tvo flugmiða í fundarlaun hverjum sem hefði hendur í hári Hunter. Málið er litið alvarlegum augum því strangar reglur gilda um innflutning hunda til Íslands og er tilgangur þeirra að tryggja eins og best verður á kosið að ekki berist til landsins ný smitefni.Árni Stefán dýravinur hefur leitað Hunters um allt Reykjanesið en án árangurs.Kallað eftir lóðandi tíkum Þetta er dularfullt hundshvarf því Border Collie eru ekki smáhundar, heldur fjárhundar og nokkuð áberandi sem slíkir. Árni Stefán Árnason, dýralögfræðingur og yfirlýstur dýravinur, er einn þeirra sem leitað hafa Hunters. Hann segir leitina í gær ekki hafa borið tilætlaðan árangur, því það hafi einfaldlega vantað mannskap. Hann sendir brýningarorð út á Facebooksíðu sinni í nótt: „Hvar eru allir dýravinirnir. Það sást til hans vestan flugstöðvar Leifs á hlaupum norður. Brýnt er að sem flestir gefi sig fram í skipulagða leit á morgun. Mikilvægt er að fá lóðandi tíkur til að lokka Hunter. Leit hefst að nýju kl. 09.00 frá Icelandair Hotel.“ Árni Stefán, sem hefur verið í stöðugu sambandi við eigandann, hefur áður upplýst lesendur sína um að Hunter sé órólegur, eðlilega, eftir langt flug, líkast til allt að tíu klukkustundir. Hann óttist svartklætt fólk og sé frekar styggur, en hugsanlega megi lokka hann með nammi.
Tengdar fréttir Tveir flugmiðar í fundarlaun Hundurinn Hunter strauk úr búri sínu á Keflavíkurflugvelli. 13. júní 2014 17:59 Eigandinn býður 200 þúsund krónur í fundarlaun Icelandair hefur áður boðið þeim sem hefur hendur í hári Hunters tvo flugmiða en leitin hefur enn engan árangur borið. 15. júní 2014 11:43 Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Fleiri fréttir Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Sjá meira
Tveir flugmiðar í fundarlaun Hundurinn Hunter strauk úr búri sínu á Keflavíkurflugvelli. 13. júní 2014 17:59
Eigandinn býður 200 þúsund krónur í fundarlaun Icelandair hefur áður boðið þeim sem hefur hendur í hári Hunters tvo flugmiða en leitin hefur enn engan árangur borið. 15. júní 2014 11:43