Enski boltinn

Costa verða einu félagsskiptin við Madrídarliðin

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Jose Mourinho er fullviss um að Chelsea muni ganga frá kaupunum á Diego Costa á næstu dögum. Costa hefur nú þegar gengist undir læknisskoðun hjá Lundúnarklúbbnum.

Costa sem kemur frá Brasilíu valdi að spila fyrir spænska landsliðið og var í byrjunarliði spænska liðsins í neyðarlegu 1-5 tapi gegn Hollandi á dögunum. Costa fór á kostum með félagsliði sínu, Atletico Madrid á nýliðnu tímabili þar sem hann skoraði 36 mörk í öllum keppnum.

Mourinho staðfesti í samtali við staðarblað Madrídarmanna Marca að hann væri viss um að gengið væri frá kaupunum á næstu dögum. Þá útilokaði hann öll viðskipti við Real Madrid í sumar en Ramires hefur verið orðaður við Real Madrid í sumar.

„Costa er leikmaður sem ég vill fá í mitt lið og ég er búinn að gera félaginu grein fyrir því. Ég er fullviss um að klúbburinn muni ganga frá þessu á allra næstu dögum. Það verða einu viðskiptin sem ég mun eiga við Madrídarklúbbana í sumar. Ég hef engan áhuga á leikmönnum þeirra og Ramires er ekki til sölu,“ sagði Mourinho.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×