Fótbolti

Þýskaland slátraði Portúgal

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Pepe var vísað af velli fyrir heimskulegt brot á Muller.
Pepe var vísað af velli fyrir heimskulegt brot á Muller. Vísir/Getty
Þýskaland slátraði Portúgal í stórleik dagsins á Heimsmeistaramótinu en leiknum lauk með 4-0 sigri Þýskalands. Varnarmaðurinn Pepe fékk rautt spjald í stöðunni 2-0 sem gerði endanlega út um vonir Portúgals.

Mikil eftirvænting var eftir leiknum en úrslit leiksins í dag voru aldrei í vafa.

Thomas Müller kom Þjóðverjum yfir af vítapunktinum í upphafi leiks eftir að brotið var á Mario Götze. Mats Hummels bætti við öðru marki með skalla úr hornspyrnu um miðbik fyrri hálfleiks áður en komið var að þætti Pepe.

Pepe fór með höndina í bringu Müller sem féll til jarðar og hélt um andlit sitt. Það fór ekki vel í Pepe sem fór og öskraði á Müller og hnykkti höfði sínu að Müller. Dómari leiksins var ekki í vafa og gaf Pepe beint rautt spjald.

Eftir það var sigurinn aldrei í hættu og bætti Müller við tveimur mörkum og skoraði því þrennu í fyrsta leik mótsins. Müller sem var markahæsti maður Heimsmeistaramótsins árið 2010 byrjar mótið vel í ár og skyldi enginn afskrifa það að hann taki annan gullskó.

 



Müller






Fleiri fréttir

Sjá meira


×