Enski boltinn

Koeman tekur við Southampton

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Ronald Koeman.
Ronald Koeman. Mynd/Twitter síða Southampton
Southampton staðfesti rétt í þessu að Hollendingurinn Ronald Koeman myndi taka við liðinu af Mauricio Pochettino. Koeman skrifaði undir þriggja ára samning við Dýrlingana.

Koeman sem sagði upp störfum hjá Feyenoord á dögunum eftir að hafa skilað liðinu í annað sæti hollensku úrvalsdeildarinnar. Bróðir hans, Erwin Koeman,  tekur við starfi aðstoðarþjálfara.

Southampton var ekki lengi að fylla í skarð Pochettino sem tók við liði Tottenham Hotspur á dögunum. Fyrsta verk Koeman verður að takast á við að reyna að halda skærustu stjörnum liðsins, Adam Lallana og Luke Shaw í herbúðum Southampton.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×