Enski boltinn

Miranda færist nær Manchester

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Spænska blaðið AS fullyrðir að Manchester United sé nánast búið að ganga frá kaupum á Miranda frá Atletico Madrid.

Miranda er 29 ára brasilískur varnarmaður og átti frábært tímabil með Atletico sem varð spænskur meistari í vor.

Talið er að Atletico sætti sig ekki við neitt minna en þær 30 milljónir evra sem settar eru sem riftunarverð samnings hans.

Miranda komst ekki í 23 manna lokahóp Brasilíu fyrir HM sem nú stendur yfir en hann kom til Atletico árið 2011 frá Sao Paulo. Hann á sjö leiki að baki með brasilíska landsliðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×