Lífið

Disney leitar að Frozen-stúlkum á Íslandi

Hverjar eru hinar íslensku Anna og Elsa?
Hverjar eru hinar íslensku Anna og Elsa?
Disney og útgáfufyrirtæki Edda USA leita að 6–12 ára stúlkum í tengslum við útgáfu hárgreiðslubókar sem gefin verður út í Bandaríkjunum. Bókin er byggð á einni vinsælustu teiknimynd allra tíma, Frozen, sem slegið hefur hvert metið á fætur öðru út um allan heim.

Prufur verða í Smáralind þriðjudaginn 24. júní milli kl. 16:00 og 19:00. Þar geta stúlkur á aldrinum 6–12 ára skráð sig, látið taka af sér mynd og nokkrar stúlkur verða svo valdar til að verða fyrirsætur í hárgreiðslubókinni Frozen.

„Í myndinni koma ótal hárgreiðslur við sögu og margar stelpur vilja læra að greiða sér eins og sögupersónur myndarinnar. Bókin mun sýna hvernig hægt er að gera þær greiðslur á auðveldan og skemmtilegan máta", segir Theodóra Mjöll Skúladóttir Jack, höfundur bókarinnar en hún hefur áður gefið út bækurnar Hárið og Lokkar. 



„Við erum að leita að Önnu, Elsu og öllum hinum stúlkunum í myndinni og því fleiri og ólíkari stúlkur sem mæta, því betra,“ segir Tinna Proppé, útgáfustjóri Edda USA.

Þátttakendur í prufuna á þriðjudaginn verða að mæta með forráðamanni eða hafa meðferðis skriflegt leyfi forráðamanns. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×