Innlent

Meirihlutaviðræður hafnar á Akureyri

Sveinn Arnarsson og Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Fulltrúar Samfylkingar, L-listans og Framsóknarflokksins hafa sagt frá því að þeir muni hefja formlegar meirihlutaviðræður í fyrramálið. Þeir hafa meirihluta eftir fyrstu tölur.

L-listinn hefur eins og staðan er núna 3 fulltrúa, Samfylkingin 2 og Framsóknarflokkurinn 1.

Hins vegar er Sjálfstæðisflokkurinn með 3, Björt Framtíð 1 og Vinstri Græn 1.

Meirihlutinn er því naumur eins og stefnt er að því að mynda hann.

Matthías Rögnvaldsson, oddviti L-listans, sagði í samtali við fréttamann Vísis að mikill samhljómur væri á milli þessara flokka. Samfylkingin sé að bæta við sig og þetta er að þeirra mati rökrétt framhald að þessir flokkar byrji að ræða saman í fyrramálið. Matthías sagði eftir fyrstu tölur að hann væri ósáttur með gengi L-listans og aðeins þrjá fulltrúa.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×