Egill Ólafs ræsti út sýslumann og lét fljúga með atkvæðið sitt 2. júní 2014 16:40 Þessi rándýra „selfie“ er fengin með leyfi Bubba Morthens. Þarna eru frá vinstri: Brynjar, sonur Bubba, Egill Ólafsson, Bubbi Morthens og Raggi Bjarna. Söngvarinn góðkunni, Egill Ólafsson, ræsti út sýslumanninn á Seyðisfirði og fjölda annarra til þess að koma atkvæði sínu til skila frá Egilsstöðum til Reykjavíkur. Egill var staddur á Austurlandi þar sem hann var að skemmta ásamt einvala liði íslenskra stórstjarna. Hann vildi gera tilraun, hvort Reykvíkingur gæti kosið á Eskifirði á kjördag og gerði allt sem hann gat til þess að koma atkvæði sínu réttar leiðir. Inn í þessa lýðræðislegu tilraun fléttuðust Ragnar Bjarnason og Guðrún Gunnarsdóttir, auk þess sem Sólmundur Hólm segir frá flugferð hópsins austur á Egilsstaði, sem var vægast sagt í dýrara lagi að mati grínistans.Vildi sjá hvort að þetta væri hægt „Ég ákvað að láta reyna á þetta fyrir áeggjan sonar míns. Við vildum sjá hvort það væri hægt; fyrir mann með lögheimili í Reykjavík að kjósa fyrir austan,“ útskýrir Egill. Og hann þurfti að hafa gríðarlega mikið fyrir því að koma þessu atkvæði til skila. „Já, maður vill trúa því að hvert atkvæði skipti máli. Það er lítið varið í samfélag þar sem fólk lætur allt yfir sig ganga, þá er dauðinn eiginlega bara á næsta leyti,“ segir Egill.Sólmundur Hólm grínisti.Dýrasta flugferð Sóla Hólm Egill flaug austur og var förinni heitið á Eskifjörð þar sem hann átti að skemmta ásamt Ragga Bjarna, Bubba Morthens, Guðrúnu Gunnars, Matta Matt, Ernu Hrönn og Sólmundi Hólm. Stór hluti hópsins flaug saman og er myndin hér að ofan fengin frá Bubba Morthens. Sólmundur Hólm segir þetta hafa verið einn dýrasta hóp sem hann hefur flogið með. „Já, þetta var svakalegur hópur. Ég hugsaði bara með mér: „Ókei, það er glatað ef vélin hrapar“. Því það voru svo margir frægir í vélinni, það hefði líklega enginn minnst á mig. Kannski sagt: „Já, það var einhver grínisti hérna líka.“ En við komumst á leiðarenda sem betur fer,“ segir Sólmundur hlæjandi. Fljúga þurfti með atkvæði Egils til Reykjavíkur.Ræsti út fjölda fulltrúa Á Eskifirði ætlaði Egill að fá að kjósa. „Ég hafði samband við fullt af fólki, ég þurfti að trufla alls konar fulltrúa til að kjósa. Til að bæta gráu ofan á svart var ég með nýjan síma sem datt einhvernveginn alltaf út, þannig að truflunin var ennþá meiri fyrir vikið. En á endanum náði ég í sýslumanninn á Seyðisfirði og hún gaf mér góð ráð.“ Agli var bent á að hann þyrfti að fara með atkvæðið sitt á flugvöllinn á Egilsstöðum og þaðan yrði flogið með það til Reykjavíkur og því komið í réttan kjörkassa. „Við drifum okkur þá á Egilsstaði. Ég taldi best að kjósa þar, því það var næst flugvellinum,“ segir Egill. Og með honum í för voru Guðrún Gunnarsdóttir og Ragnar Bjarnason, betur þekktur sem Raggi Bjarna.Raggi Bjarna og ameríski bíllinn.Raggi Bjarna beið úti í bíl „Það var svo gaman að fylgjast með Agli, hann ætlaði sér að kjósa. Egill er svo skemmtilegur maður, með fallegan orðaforða, hann talar alveg yndislega íslensku með flottum áherslum,“ rifjar Raggi Bjarna upp hlæjandi. Hann var Agli stoð og stytta í þessari tilraun hans til að kjósa fyrir Austan. „Já við þvældumst þarna með honum, við Guðrún Gunnars. Hann var alveg harðákveðinn í því að kjósa. Það var farið á milli staða og menn ræstir út til þess að komast að því hver væri heppilegastur til þess að taka við atkvæðinu.“ Raggi fylgist sjálfur ekki mikið með stjórnmálum. „Eina sem mér finnst skipta máli er að það sé ekki verið að þrengja göturnar. Ég á stóran amerískan bíl og mér þykja þessar þrengingar og þessi fuglabúr bara ekkert spennandi. Umferðin á að fá að flæða. Það sparar öllum bensín og það hlýtur að vera mengandi að láta alla bíða í röð með bílana í gangi. Svo þarf að tryggja að sjúkrabílar og slökkvibílar geti komist um allt á sem skemmstum tíma. Þetta var það sem skipti mig máli í þessum kosningum.“Ástin á lýðræðinu Egill kom atkvæðinu loks til skila og var ánægður með afrekið. Hann hefur áhyggjur af minnkandi kjörsókn. „Maður leggur þetta á sig til þess að reyna að hafa áhrif. Fyrri kynslóðir færðu fórnir og börðust fyrir lýðræðinu og það er réttur sem þarf að nýta. Hér eru allar skoðanir jafn réttháar og allir eiga erindi og eiga að geta haft áhrif hvort sem það er með því að kjósa eða að bjóða sig fram,“ segir Egill og bætir við: „Við lifum á tímum sigurvegaranna. Það fattar það enginn að til þess að sigur náist þurfa menn að tapa nokkur þúsund sinnum fyrst. Ungt fólk vill bara sigur. Það virðist ekki skilja af hverju samfélög verða til og á hverju þau byggja. Þau byggja á því að menn hafi skoðanir og að menn leggi sitt að mörkum með sinni vinnu og eins með því að hafa áhuga á því og móta það. Öðruvísi verður þetta ekki samfélag. Áttum okkur á þessu gegnsæja íslenska orði. Samfélag er félag sem við búum til saman.“ Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast Sjá meira
Söngvarinn góðkunni, Egill Ólafsson, ræsti út sýslumanninn á Seyðisfirði og fjölda annarra til þess að koma atkvæði sínu til skila frá Egilsstöðum til Reykjavíkur. Egill var staddur á Austurlandi þar sem hann var að skemmta ásamt einvala liði íslenskra stórstjarna. Hann vildi gera tilraun, hvort Reykvíkingur gæti kosið á Eskifirði á kjördag og gerði allt sem hann gat til þess að koma atkvæði sínu réttar leiðir. Inn í þessa lýðræðislegu tilraun fléttuðust Ragnar Bjarnason og Guðrún Gunnarsdóttir, auk þess sem Sólmundur Hólm segir frá flugferð hópsins austur á Egilsstaði, sem var vægast sagt í dýrara lagi að mati grínistans.Vildi sjá hvort að þetta væri hægt „Ég ákvað að láta reyna á þetta fyrir áeggjan sonar míns. Við vildum sjá hvort það væri hægt; fyrir mann með lögheimili í Reykjavík að kjósa fyrir austan,“ útskýrir Egill. Og hann þurfti að hafa gríðarlega mikið fyrir því að koma þessu atkvæði til skila. „Já, maður vill trúa því að hvert atkvæði skipti máli. Það er lítið varið í samfélag þar sem fólk lætur allt yfir sig ganga, þá er dauðinn eiginlega bara á næsta leyti,“ segir Egill.Sólmundur Hólm grínisti.Dýrasta flugferð Sóla Hólm Egill flaug austur og var förinni heitið á Eskifjörð þar sem hann átti að skemmta ásamt Ragga Bjarna, Bubba Morthens, Guðrúnu Gunnars, Matta Matt, Ernu Hrönn og Sólmundi Hólm. Stór hluti hópsins flaug saman og er myndin hér að ofan fengin frá Bubba Morthens. Sólmundur Hólm segir þetta hafa verið einn dýrasta hóp sem hann hefur flogið með. „Já, þetta var svakalegur hópur. Ég hugsaði bara með mér: „Ókei, það er glatað ef vélin hrapar“. Því það voru svo margir frægir í vélinni, það hefði líklega enginn minnst á mig. Kannski sagt: „Já, það var einhver grínisti hérna líka.“ En við komumst á leiðarenda sem betur fer,“ segir Sólmundur hlæjandi. Fljúga þurfti með atkvæði Egils til Reykjavíkur.Ræsti út fjölda fulltrúa Á Eskifirði ætlaði Egill að fá að kjósa. „Ég hafði samband við fullt af fólki, ég þurfti að trufla alls konar fulltrúa til að kjósa. Til að bæta gráu ofan á svart var ég með nýjan síma sem datt einhvernveginn alltaf út, þannig að truflunin var ennþá meiri fyrir vikið. En á endanum náði ég í sýslumanninn á Seyðisfirði og hún gaf mér góð ráð.“ Agli var bent á að hann þyrfti að fara með atkvæðið sitt á flugvöllinn á Egilsstöðum og þaðan yrði flogið með það til Reykjavíkur og því komið í réttan kjörkassa. „Við drifum okkur þá á Egilsstaði. Ég taldi best að kjósa þar, því það var næst flugvellinum,“ segir Egill. Og með honum í för voru Guðrún Gunnarsdóttir og Ragnar Bjarnason, betur þekktur sem Raggi Bjarna.Raggi Bjarna og ameríski bíllinn.Raggi Bjarna beið úti í bíl „Það var svo gaman að fylgjast með Agli, hann ætlaði sér að kjósa. Egill er svo skemmtilegur maður, með fallegan orðaforða, hann talar alveg yndislega íslensku með flottum áherslum,“ rifjar Raggi Bjarna upp hlæjandi. Hann var Agli stoð og stytta í þessari tilraun hans til að kjósa fyrir Austan. „Já við þvældumst þarna með honum, við Guðrún Gunnars. Hann var alveg harðákveðinn í því að kjósa. Það var farið á milli staða og menn ræstir út til þess að komast að því hver væri heppilegastur til þess að taka við atkvæðinu.“ Raggi fylgist sjálfur ekki mikið með stjórnmálum. „Eina sem mér finnst skipta máli er að það sé ekki verið að þrengja göturnar. Ég á stóran amerískan bíl og mér þykja þessar þrengingar og þessi fuglabúr bara ekkert spennandi. Umferðin á að fá að flæða. Það sparar öllum bensín og það hlýtur að vera mengandi að láta alla bíða í röð með bílana í gangi. Svo þarf að tryggja að sjúkrabílar og slökkvibílar geti komist um allt á sem skemmstum tíma. Þetta var það sem skipti mig máli í þessum kosningum.“Ástin á lýðræðinu Egill kom atkvæðinu loks til skila og var ánægður með afrekið. Hann hefur áhyggjur af minnkandi kjörsókn. „Maður leggur þetta á sig til þess að reyna að hafa áhrif. Fyrri kynslóðir færðu fórnir og börðust fyrir lýðræðinu og það er réttur sem þarf að nýta. Hér eru allar skoðanir jafn réttháar og allir eiga erindi og eiga að geta haft áhrif hvort sem það er með því að kjósa eða að bjóða sig fram,“ segir Egill og bætir við: „Við lifum á tímum sigurvegaranna. Það fattar það enginn að til þess að sigur náist þurfa menn að tapa nokkur þúsund sinnum fyrst. Ungt fólk vill bara sigur. Það virðist ekki skilja af hverju samfélög verða til og á hverju þau byggja. Þau byggja á því að menn hafi skoðanir og að menn leggi sitt að mörkum með sinni vinnu og eins með því að hafa áhuga á því og móta það. Öðruvísi verður þetta ekki samfélag. Áttum okkur á þessu gegnsæja íslenska orði. Samfélag er félag sem við búum til saman.“
Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast Sjá meira