Ásakar CCP um ofmetnað og hroka Bjarki Ármannsson skrifar 5. júní 2014 16:12 Framleiðslu World of Darkness lauk með fjöldauppsögnum CCP í apríl síðastliðnum. Mynd/Samsett Ítarlega er fjallað um mislukkaða þróun tölvuleiksins World of Darkness og fjöldauppsagnir CCP í Bandaríkjunum í apríl í grein sem birtist á vef The Guardian í dag. Nick Blood, fyrrverandi leikjahönnuður CCP, tjáir sig þar um hvers vegna þróun tölvuleiksins, sem hætt var við eftir níu ára starf, fór úrskeiðis. Blood segir framleiðsluferli World of Darkness, sem beðið var með mikilli eftirvæntingu í tölvuleikjaheiminum, hafa einkennst af ofmetnaði og skipulagsleysi. Í greininni segir að leikurinn hafi þrisvar sinnum náð hinu svokallaða „Alpha“-stigi, þegar gengið hefur verið frá leiknum í aðalatriðum, en að í hvert sinn hafi verið hætt við útgáfu leiksins og vinna hafist á ný. Blood gagnrýnir það sérstaklega að starfsmenn sem unnu að þróun World of Darkness hafi oft verið færðir um set og látnir vinna að EVE Online, flaggskipi CCP, í staðinn. Þá hafi fyrirmæli yfirmanna verið óskýr og ákveðin atriði í leikjunum oft skilin eftir ókláruð. Í greininni segir einnig að hroki hafi ríkt innan fyrirtækisins eftir jákvæða umfjöllun í blaðinu New York Times. Hann fer hörðum orðum um þá ákvörðun stjórnenda CCP að rukka EVE-spilara næstum átta þúsund krónur fyrir einglyrni á persónur sínar í leiknum. Hann er ekki síður ósáttur með afsökunarbeiðni Hilmars Veigars Péturssonar, framkvæmdastjóra CCP, í kjölfarið en Blood segir að handritshöfundar fyrirtækisins hafi verið fengnir til að skrifa hana fyrir hann. Framleiðslu World of Darkness var endanlega hætt nú í apríl, en í greininni segir að verkefninu hafi í raun lokið þegar CCP neyddist til að segja upp tuttugu prósent starfsliðs síns seinni part ársins 2011.Eins og greint hefur verið frá lagði tölvuleikjaframleiðandinn niður 49 störf í dag, þar af 27 á Íslandi. Tengdar fréttir CCP segir upp 49 starfsmönnum Tölvuleikjaframleiðandinn CCP hefur lagt niður 49 störf hjá fyrirtækinu og þar af 27 í höfuðstöðvum fyrirtækisins í Reykjavík. 5. júní 2014 14:19 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent B sé ekki best Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Erlent Fleiri fréttir Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Sjá meira
Ítarlega er fjallað um mislukkaða þróun tölvuleiksins World of Darkness og fjöldauppsagnir CCP í Bandaríkjunum í apríl í grein sem birtist á vef The Guardian í dag. Nick Blood, fyrrverandi leikjahönnuður CCP, tjáir sig þar um hvers vegna þróun tölvuleiksins, sem hætt var við eftir níu ára starf, fór úrskeiðis. Blood segir framleiðsluferli World of Darkness, sem beðið var með mikilli eftirvæntingu í tölvuleikjaheiminum, hafa einkennst af ofmetnaði og skipulagsleysi. Í greininni segir að leikurinn hafi þrisvar sinnum náð hinu svokallaða „Alpha“-stigi, þegar gengið hefur verið frá leiknum í aðalatriðum, en að í hvert sinn hafi verið hætt við útgáfu leiksins og vinna hafist á ný. Blood gagnrýnir það sérstaklega að starfsmenn sem unnu að þróun World of Darkness hafi oft verið færðir um set og látnir vinna að EVE Online, flaggskipi CCP, í staðinn. Þá hafi fyrirmæli yfirmanna verið óskýr og ákveðin atriði í leikjunum oft skilin eftir ókláruð. Í greininni segir einnig að hroki hafi ríkt innan fyrirtækisins eftir jákvæða umfjöllun í blaðinu New York Times. Hann fer hörðum orðum um þá ákvörðun stjórnenda CCP að rukka EVE-spilara næstum átta þúsund krónur fyrir einglyrni á persónur sínar í leiknum. Hann er ekki síður ósáttur með afsökunarbeiðni Hilmars Veigars Péturssonar, framkvæmdastjóra CCP, í kjölfarið en Blood segir að handritshöfundar fyrirtækisins hafi verið fengnir til að skrifa hana fyrir hann. Framleiðslu World of Darkness var endanlega hætt nú í apríl, en í greininni segir að verkefninu hafi í raun lokið þegar CCP neyddist til að segja upp tuttugu prósent starfsliðs síns seinni part ársins 2011.Eins og greint hefur verið frá lagði tölvuleikjaframleiðandinn niður 49 störf í dag, þar af 27 á Íslandi.
Tengdar fréttir CCP segir upp 49 starfsmönnum Tölvuleikjaframleiðandinn CCP hefur lagt niður 49 störf hjá fyrirtækinu og þar af 27 í höfuðstöðvum fyrirtækisins í Reykjavík. 5. júní 2014 14:19 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent B sé ekki best Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Erlent Fleiri fréttir Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Sjá meira
CCP segir upp 49 starfsmönnum Tölvuleikjaframleiðandinn CCP hefur lagt niður 49 störf hjá fyrirtækinu og þar af 27 í höfuðstöðvum fyrirtækisins í Reykjavík. 5. júní 2014 14:19