CCP segir upp 49 starfsmönnum Haraldur Guðmundsson skrifar 5. júní 2014 14:19 Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri CCP. Tölvuleikjaframleiðandinn CCP hefur lagt niður 49 störf hjá fyrirtækinu og þar af 27 í höfuðstöðvunum í Reykjavík. Í tilkynningu CCP segir að skipulagsbreytingarnar séu liður í áherslubreytingum fyrirtækisins í vöruþróun, þar sem lögð sé áhersla á þróun og útgáfu tölvuleikja fyrir einn og sama leikjaheiminn, Eve veröldina. Breytingarnar varði útgáfustarfsemi CCP og hafi ekki áhrif á leikjaþróun fyrirtækisins. CCP veiti öllum fráfarandi starfsmönnum stuðning og aðstoð við atvinnuleit.„Það er okkur þungbært að kveðja hæfileikaríkt starfsfólk okkar og vini. Fólk sem hefur lagt sitt af mörkum til fyrirtækisins og skilað mjög góðri vinnu við útgáfustarfsemi þess. En í ljósi breyttra aðstæðna, og stefnubreytinga í vöruþróun fyrirtækisins, er ég sannfærður um að þessar skipulagsbreytingar muni til lengri tíma litið styrkja og efla starfsemi CCP,“ segir Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins í tilkynningunni. Í aprílmánuði lagði fyrirtækið niður 56 stöðugildi í starfsstöð CCP í Atlanta þegar þróun á tölvuleiknum World of Darkness var hætt. Leikurinn hafði verið í vinnslu á skrifstofu fyrirtækisins í Atlanta í Bandaríkjunum frá árinu 2009. Í tilkynningu CCP um ákvörðunina kom fram að fyrirtækið myndi framvegis einbeita sér að leikjum sem eiga sér stað í EVE-heiminum, það er Eve Online, Valkyrie og Dust 514. Fyrirtækið tapaði 21,3 milljónum Bandaríkjadala á síðasta ári, eða um 2,4 milljörðum króna. Það var í fyrsta sinn sem bókfært tap hefur verið á rekstrinum. Mest lesið Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Fleiri fréttir Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Sjá meira
Tölvuleikjaframleiðandinn CCP hefur lagt niður 49 störf hjá fyrirtækinu og þar af 27 í höfuðstöðvunum í Reykjavík. Í tilkynningu CCP segir að skipulagsbreytingarnar séu liður í áherslubreytingum fyrirtækisins í vöruþróun, þar sem lögð sé áhersla á þróun og útgáfu tölvuleikja fyrir einn og sama leikjaheiminn, Eve veröldina. Breytingarnar varði útgáfustarfsemi CCP og hafi ekki áhrif á leikjaþróun fyrirtækisins. CCP veiti öllum fráfarandi starfsmönnum stuðning og aðstoð við atvinnuleit.„Það er okkur þungbært að kveðja hæfileikaríkt starfsfólk okkar og vini. Fólk sem hefur lagt sitt af mörkum til fyrirtækisins og skilað mjög góðri vinnu við útgáfustarfsemi þess. En í ljósi breyttra aðstæðna, og stefnubreytinga í vöruþróun fyrirtækisins, er ég sannfærður um að þessar skipulagsbreytingar muni til lengri tíma litið styrkja og efla starfsemi CCP,“ segir Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins í tilkynningunni. Í aprílmánuði lagði fyrirtækið niður 56 stöðugildi í starfsstöð CCP í Atlanta þegar þróun á tölvuleiknum World of Darkness var hætt. Leikurinn hafði verið í vinnslu á skrifstofu fyrirtækisins í Atlanta í Bandaríkjunum frá árinu 2009. Í tilkynningu CCP um ákvörðunina kom fram að fyrirtækið myndi framvegis einbeita sér að leikjum sem eiga sér stað í EVE-heiminum, það er Eve Online, Valkyrie og Dust 514. Fyrirtækið tapaði 21,3 milljónum Bandaríkjadala á síðasta ári, eða um 2,4 milljörðum króna. Það var í fyrsta sinn sem bókfært tap hefur verið á rekstrinum.
Mest lesið Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Fleiri fréttir Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Sjá meira