Innlent

Lögheimilisskráning Sveinbjargar kærð til sýslumanns

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Sveinbjörg Birna og Björgvin.
Sveinbjörg Birna og Björgvin. Vísir/Pjetur
Björgvin E. Vídalín hefur kært lögheimilisskráningu Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur, oddvita Framsóknarflokksins í Reykjavík, til sýslumanns. Þetta staðfestir Guðmundur Sophusson, sýslumaður í Reykjavík, við Mbl.is.

Ástæða ákærunnar er sú að Sveinbjörg er með lögheimili skráð í Reykjavík, en hefur sagst búa í Kópavogi. Þjóðskrá hefur lögheimilisskráningu Sveinbjargar til athugunar. Mál Sigurbjargar er í hefðbundinni málsmeðferð hjá Þjóðskrá, en að henni lokinni verður ákvörðun tekin um hvort lögheimilisskráning skuli vera óbreytt, eða viðkomandi skuli skráður til lögheimilis annarsstaðar.

Björgvin sagði í samtali við Vísi fyrr í vikunni að hann ætlaði að leggja fram kæru og hefði til þess frest til föstudags. Hann hefur nú lagt kæruna fram.

„Þó hún hafi afdrep í Reykjavík, er það ekki næg ástæða til að hún sé kjörgeng að mínu mati,“ sagði Björgvin sem telur framboð Framsóknarflokksins í Reykjavík af þeim sökum ólöglegt. Framsókn fékk tvo borgarfulltrúa í Reykjavík í kosningunum um liðna helgi.


Tengdar fréttir

Sveinbjörg Birna: „Ég lít á mig sem Reykvíking“

Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti Framsóknar og flugvallarvina í Reykjavík, segist undanfarin misseri hafa búið til skiptis í íbúð unnusta síns í Fossvoginum og íbúð í Furugrund í Kópavogi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×