Innlent

Maður fluttur með þyrlu af Hvannadalshnjúki

Bjarki Ármannsson skrifar
Maðurinn örmagnaðist á leið sinni niður af tindinum.
Maðurinn örmagnaðist á leið sinni niður af tindinum. Vísir/Vilhelm
Maður sem örmagnaðist á leið sinni niður af Hvannadalshnjúk hefur verið fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur og áætlað er að hún lendi við Landspítalann í Fossvogi hvað úr hverju. Þetta er annað útkall þyrlunnar í dag en hún flutti einnig ferðamenn sem slösuðust á Snæfellsjökli og nærri Löngufjörum.

Ekki er vitað um ástand mannsins, sem veiktist nú á sjötta tímanum í um 1.800 metra hæð er hann var á leið niður af tindinum með gönguhópi. Læknir var í hópnum og sinnti manninum þar til aðstoð barst.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×