Innlent

Nýta sumarfríið til góðverka

Hafnfirðingarnir og tónlistarmennirnir Tómas Jónsson og Jökull Brynjarsson, ásamt Ásu Berglindi Hjálmarsdóttur úr Þorlákshöfn nýta sumarfríið sitt til góðverka því þau eru þessa dagana að heimsækja öll hjúkrunar- og dvalarheimili landsins til að syngja og spila fyrir heimilismenn.

Öll gefa þau vinnuna sína og gera þetta af góðmennskunni einni. Þremenningarnir ferðast um landið á fólksbíl með tjaldvagn í eftirdragi og fara hringinn í kringum landið til að spila fyrir heimilisfólkið á hjúkrunar – og dvalarheimilum landsins.

Þau eru búin með höfuðborgarsvæðið og Suðurnesin og voru á Suðurlandi þegar þessar myndir voru teknar þegar þau glöddu heimilisfólk á Ljósheimum á Selfossi með spili og söng. Bæði segja þau mjög skemmtilegt að flytja tónlist fyrir eldra fólk.

Ása Berglind segir að þau gefa öll vinnuna sína og kosti bensínið á bílinn og allt uppihald, það hafi ekkert gengið að fá styrki til ferðarinnar eins og málefnið er gott. Ef einhver vill leggja málefninu lið er hægt að hafa samband við þau í gegnum Feisbóksíðuna „Nú verður glaumur og gaman“.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×