Innlent

Grunsamlegar mannaferðir og maður í blóði sínu

Stefán Ó. Jónsson skrifar
VISIR/STEFAN
Maður fannst í blóði sínu í Selbrekku í Kópavogi nú skömmu fyrir klukkan 10.

Íbúi í hverfinu hafði séð tvo grunsamlega menn í götunni og brugðið sér út en þar gekk hann fram á manninn sem lá á götunni.

Grunaði íbúann að mennirnir tveir hefðu ráðist á hinn slasaða en þegar lögreglan kom á staðinn skömmu síðar þótti þeim þar ekkert „misjafnt að sjá“ og telur hún að maðurinn hafi dottið og slasast.

Búið er að flytja manninn á slysadeild. 



Uppfært 12:30

Vitni staðfestir í samtali við Vísi að um líkamsárás hafi verið að ræða, ekki fall eins og lögreglan hélt fram í fyrstu.

Lögreglan vill hvorki staðfesta að um slys eða líkamsárás sé að ræða en segir málið til rannsóknar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×